Jólapappír endurnýttur 30. desember 2004 00:01 Það er gamlársdagur. Þú staulast fram úr rúminu í nýju náttfötunum með svefnfar eftir bókina sem þú fékkst í jólagjöf. Þú kemur inn í stofu og: ó nei! Jólapappír út um allt síðan á aðfangadag! En ekki örvænta. Það er nóg hægt að gera með gamlan jólapappír þó hann sé rifinn og tættur eftir þá yngstu, og stundum elstu, á heimilinu. Það er um að gera að nota ímyndunaraflið þegar jólapappírinn er annars vegar. Ekki vera fljót/ur á þér og henda öllu strax út í tunnu á gamlárskvöld. Notaðu hugmyndir Fréttablaðsins og gæddu þennan yndislega pappír lífi á ný. * Geymdu hann þangað til á næsta ári. Sléttu úr öllum örkunum sem eru tiltölulega heilar og pressaðu þær með bókastafla. Það sér enginn muninn á nýja pappírnum og gamla. * Klipptu hann út í margskonar munstur og límdu hann á tréramma. Settu síðan einhverja fallega jólalega mynd í og þá ertu komin/n með fínasta skraut. * Límdu hann utan á jólakúlur og settu þær á jólatréð. Passaðu þig að nota gott og sterkt lím og ekki sakar að skella smá glimmeri á kúlurnar líka. * Gerðu nýárskort úr honum. Ef þú hefur gleymt jólakortunum þá er tilvalið að föndra nýárskort um jólin úr jólapappírnum. * Saumaðu voðalega fínar stuttbuxur eða míni-pils handa fjölskyldumeðlimum. Klikkar ekki sem nýársgjöf eða jólagjöf á næsta ári! * Veggfóðraðu svefnherbergið - af hverju ekki? * Klipptu hann í örsmáar agnir og taktu þær með í næsta brúðkaup og notaðu í staðinn fyrir hrísgrjón til að henda yfir brúðhjónin. Ef það rignir þá er samt betra að sleppa því. * Safnaðu pappírnum í stóra hrúgu og taktu fjölskyldumynd af öllum í hrúgunni. Voða stuð! Jól Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Piparkökubyggingar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól
Það er gamlársdagur. Þú staulast fram úr rúminu í nýju náttfötunum með svefnfar eftir bókina sem þú fékkst í jólagjöf. Þú kemur inn í stofu og: ó nei! Jólapappír út um allt síðan á aðfangadag! En ekki örvænta. Það er nóg hægt að gera með gamlan jólapappír þó hann sé rifinn og tættur eftir þá yngstu, og stundum elstu, á heimilinu. Það er um að gera að nota ímyndunaraflið þegar jólapappírinn er annars vegar. Ekki vera fljót/ur á þér og henda öllu strax út í tunnu á gamlárskvöld. Notaðu hugmyndir Fréttablaðsins og gæddu þennan yndislega pappír lífi á ný. * Geymdu hann þangað til á næsta ári. Sléttu úr öllum örkunum sem eru tiltölulega heilar og pressaðu þær með bókastafla. Það sér enginn muninn á nýja pappírnum og gamla. * Klipptu hann út í margskonar munstur og límdu hann á tréramma. Settu síðan einhverja fallega jólalega mynd í og þá ertu komin/n með fínasta skraut. * Límdu hann utan á jólakúlur og settu þær á jólatréð. Passaðu þig að nota gott og sterkt lím og ekki sakar að skella smá glimmeri á kúlurnar líka. * Gerðu nýárskort úr honum. Ef þú hefur gleymt jólakortunum þá er tilvalið að föndra nýárskort um jólin úr jólapappírnum. * Saumaðu voðalega fínar stuttbuxur eða míni-pils handa fjölskyldumeðlimum. Klikkar ekki sem nýársgjöf eða jólagjöf á næsta ári! * Veggfóðraðu svefnherbergið - af hverju ekki? * Klipptu hann í örsmáar agnir og taktu þær með í næsta brúðkaup og notaðu í staðinn fyrir hrísgrjón til að henda yfir brúðhjónin. Ef það rignir þá er samt betra að sleppa því. * Safnaðu pappírnum í stóra hrúgu og taktu fjölskyldumynd af öllum í hrúgunni. Voða stuð!
Jól Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Piparkökubyggingar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól