Viðskipti erlent

Verðfall vegna jarðskjálftans

Verðfall varð á bréfum í flugfélögum, tryggingafélögum og fyrirtækjum í ferðamannageiranum þegar evrópskir hlutabréfamarkaðir opnuðu í gær. Lækkunin er rakin beint til hamfaranna í Indlandshafi á annan dag jóla en fjölmargir ferðamannastaðir eru á þessum slóðum. Verð á bréfum í þýska ferðaskrifstofurisanum TUI féll um tæp tvö prósent á meðan hluturinn í svissneska flugfélaginu Swiss var 8,6 prósentum verðminni en fyrir helgi. Fjármálasérfræðingar segja enn of snemmt að meta tjónið af völdum jarðskjálftans og þar með bótagreiðslur tryggingafélaga en víst er að þær verða háar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×