Sjö Íslendingar á hættusvæðum 28. desember 2004 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira