Annir hjá jólasveinum 23. desember 2004 00:01 Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Jól Jólasveinar Mest lesið Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jólalag dagsins: Jónsi tekur Jólin eru að koma í öðruvísi útgáfu Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi Jól Einhver hamingja er í loftinu Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Jólalag dagsins: Króli og Laddi flytja Snjókorn falla Jól Jólalag dagsins: Emmsjé Gauti flytur Have Yourself a Merry Little Christmas Jól Hentugt fyrir litla putta Jól
Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan mættu til dæmis tveir sveinar í dýragarðinn í Tókýó í gær, ekki til að dreifa gjöfum eða syngja jólalög heldur til þess að gefa ísbirni þar fisk að éta. Hann virtist vera mjög sáttur við heimsókn jólasveinanna. Í Bandaríkjunum er jólasveinninn hins vegar upptekinn af skrifræðinu. Þar í landi flýgur sveinki nefnilega á sleða og til þess að það væri leyft þurfti hann í gær að verða sér úti um flugleyfi. Samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna gekk í málið og eftirlitsmenn flugmálastofnunar skoðuðu sleðann vandlega. Hreindýrið Rúdolf slapp þó við skoðun. Í Mexíkó er ekki víst að jólasveinar þori upp á svið, miðað við hversu ófrýnilegir leikararnir sem settu fæðingu Krists á svið eru. Mexíkóskir fjölbragðaglímukappar tóku sig til og sýndu sína túlkun á atburðum aðfangadagskvölds fyrir 2004 árum síðan, með nokkuð óvenjulegum hætti. Hægt er að sjá myndir af ævintýrum jólasveinanna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Jól Jólasveinar Mest lesið Oumph! wellington og sætkartöflumús með karamellupekanhnetum Jól Jólalag dagsins: Jónsi tekur Jólin eru að koma í öðruvísi útgáfu Jól Jólamolar: Losnuðu úr sóttkví korter í jól og fjölskyldan brunaði af stað Jól Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi Jól Einhver hamingja er í loftinu Jól Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman Jól Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Jól Jólalag dagsins: Króli og Laddi flytja Snjókorn falla Jól Jólalag dagsins: Emmsjé Gauti flytur Have Yourself a Merry Little Christmas Jól Hentugt fyrir litla putta Jól