Spor liggja í allar áttir 13. október 2005 15:13 "Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem á dögunum birti niðurstöður rannsóknar um búsetu Íslendinga og misjafnan erfðabreytileika eftir landshlutum. Kári segir að rannsóknin feli í sér skemmtilegan vitnisburð um hversu stöðug búseta Íslendinga hefur verið í gegnum aldirnar. "Menn hafa búið í sinni sveit og fundið sinn maka þar og búið þar mann fram af manni. Þetta eru auðvitað bara staðreyndirnar og það væri gaman leita útskýringa hvernig á þessu stendur." Íslensk erfðagreining hefur slitið barnskónum og Kári segir það gaman að líta yfir farinn veg út frá sögu fyrirtækisins. "Þetta er ákaflega spennandi vinna og það er líka gaman fyrir mig, hróið í hópnum, að fylgjast með fólki koma inn á stuttbuxunum, að því er liggur við, og vaxa upp úr grasi innan fyrirtækisins." Agnar Helgason er verkefnisstjórinn sem stýrði rannsókninni um tengsl átthaga og erfðabreytileika og Kári ber honum söguna afar vel. "Agnar kom fyrst til vinnu hjá okkur þegar hann var doktorsnemi í mannfræði í Bretlandi. Það vildi svo til að við höfðum sameiginlega áhuga á erfðafræðilegri mannfræði og hann hefur sinnt vinnu sinni einstaklega vel. Ég er ekki viss um að margir í heiminum hafi unnið merkilegri mannfræðirannsóknir en hann hefur gert upp á síðkastið með þeim tækjum sem Íslensk erfðagreining býr yfir." Kári segir erfitt að segja til um hver næstu skref verða. "Af þessum niðurstöðum spretta óteljandi nýjar spurningar og sporin liggja í allar áttir. En niðurstöður Agnars sýna okkur að minnsta kosti hvaða ráðstafanir við verðum að gera til að vinna rannsóknir okkar vel." Heilsa Innlent Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Fyrir mér er þetta bara svo spennandi vinna að svo mörgu leyti. Með gerð Íslendingabókar var sett saman rannsóknartæki sem gagnast ekki aðeins við rannsóknir á meingenum, heldur reynist líka geysiöflugt tæki til að rannsaka íslenska sögu," segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sem á dögunum birti niðurstöður rannsóknar um búsetu Íslendinga og misjafnan erfðabreytileika eftir landshlutum. Kári segir að rannsóknin feli í sér skemmtilegan vitnisburð um hversu stöðug búseta Íslendinga hefur verið í gegnum aldirnar. "Menn hafa búið í sinni sveit og fundið sinn maka þar og búið þar mann fram af manni. Þetta eru auðvitað bara staðreyndirnar og það væri gaman leita útskýringa hvernig á þessu stendur." Íslensk erfðagreining hefur slitið barnskónum og Kári segir það gaman að líta yfir farinn veg út frá sögu fyrirtækisins. "Þetta er ákaflega spennandi vinna og það er líka gaman fyrir mig, hróið í hópnum, að fylgjast með fólki koma inn á stuttbuxunum, að því er liggur við, og vaxa upp úr grasi innan fyrirtækisins." Agnar Helgason er verkefnisstjórinn sem stýrði rannsókninni um tengsl átthaga og erfðabreytileika og Kári ber honum söguna afar vel. "Agnar kom fyrst til vinnu hjá okkur þegar hann var doktorsnemi í mannfræði í Bretlandi. Það vildi svo til að við höfðum sameiginlega áhuga á erfðafræðilegri mannfræði og hann hefur sinnt vinnu sinni einstaklega vel. Ég er ekki viss um að margir í heiminum hafi unnið merkilegri mannfræðirannsóknir en hann hefur gert upp á síðkastið með þeim tækjum sem Íslensk erfðagreining býr yfir." Kári segir erfitt að segja til um hver næstu skref verða. "Af þessum niðurstöðum spretta óteljandi nýjar spurningar og sporin liggja í allar áttir. En niðurstöður Agnars sýna okkur að minnsta kosti hvaða ráðstafanir við verðum að gera til að vinna rannsóknir okkar vel."
Heilsa Innlent Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira