Vá, fimm Hallgrímskirkjuturnar 20. desember 2004 00:01 "Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík." Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. "Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæðum og fjarlægðum, og deilir umsvifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hallgrímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sambandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr." Huldari finnst Hallgrímskirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubyggingum í Evrópu. "Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðarmikil og þung." Nýlega kom út ferðasaga Huldars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. "Kínverskur arkitektúr er auðvitað misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra," segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. "Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmannahöfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins að ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm." Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
"Hallgrímskirkja hlýtur að vera mín uppáhaldsbygging í Reykjavík," segir Huldar Breiðfjörð rithöfundur. "Mér finnst byggingin mjög flott og hún stendur frábærlega vel, hefur alltaf verið þarna og verður alltaf þarna. Hallgrímskirkja er Reykjavík." Huldar gerði mikið af því sem barn að fara upp í turninn enda bjó hann í nágrenninu og ef hann er með útlendinga í heimsókn er turninn fastur áfangastaður. "Maður hugsar líka reglulega um þessa kirkju, til dæmis í hæðum og fjarlægðum, og deilir umsvifalaust með turninum. Hann er um það bil 70 metrar þannig að þegar maður heyrir 500 metrar hugsar maður, vá, fimm Hallgrímskirkjur. Hún nýtist sumsé mjög vel. En þótt ég hafi oft farið upp í turninn og standi í miklu sambandi við þessa kirkju hef ég aldrei komið þar inn fyrir dyr." Huldari finnst Hallgrímskirkja eins og kirkjur eiga að vera og er ekkert sérstaklega hrifinn af þungum kirkjubyggingum í Evrópu. "Mér finnst það yfirleitt ekki flottar byggingar, en Hallgrímskirkja teygir sig til himins eins og kirkjur eiga að gera án þess að vera of íburðarmikil og þung." Nýlega kom út ferðasaga Huldars, Múrinn í Kína, sem segir frá ævintýrum höfundarins í Kína. "Kínverskur arkitektúr er auðvitað misjafn, en kannski er besta lýsingin á honum að því meira því betra," segir hann hlæjandi, Hann flaug heim frá Kína um Kaupmannahöfn og minnist þess hvað viðbrigðin voru mikil. "Eftir að hafa verið í Kína í öllu þessu slarki og hráu aðstæðum, geggjun og látum fannst mér í Kaupmannahöfn, sama hvar ég var, að ég væri inni en ekki úti á götu. Allt var svo hljótt og hreint og öruggt og mér fannst eins að ég gæti gengið um berfættur eða á inniskóm."
Hús og heimili Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira