Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan 18. desember 2004 00:01 Meira en 65 prósent líkur eru á því að frost verði á landinu öllu á jóladag, samkvæmt veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar í Reading í Englandi. Líkurnar á úrkomu, sem að langmestu leyti myndi falla sem snjókoma, eru á bilinu 35 til 95 prósent. Út frá þessu er nánast öruggt að það snjói á annesjum norðanlands og Vestfjörðum. "Mikil þróun er í spám og myndrænni framsetningu á ýmsu sem tölvulíkönin eru að búa til," segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. "Það hefur nánast orðið bylting síðustu fimm til tíu árin." Einar segir að aðferðin sem beitt sé við spánna sé í stórum dráttum sú að gerðar séu um 50 keyrslur á veðurlíkani þar sem upphafsgildum sé hnikað lítillega. Í einni keyrslunni er spáð snjókomu norðanlands tiltekinn dag á meðan önnur gerir það ekki og svo framvegis. Hann segir að samanlagt gefi þessar 50 tölvukeyrslur á einni öflugustu tölvu heims líkindadreifingu á ýmsum veðurþáttum. Spárnar hafi sömu annmarka og aðrar tölvureiknaðar veðurspár. Mikið dragi úr áreiðanleika þeirra eftir 6 til 8 daga. Veðurstofan hefur ekki enn gefið út formlega spá fyrir jólaveðrið í heild sinni. Spá fyrir aðfangadag birtist í dag og á morgun verður spáð í jóladagsveðrið. Einar segir að tölvuspárnar frá Reading muni koma að góðum notum við gerð þeirra spáa eins og ætíð þegar Veðurstofan vinni sínar veðurspár sex daga fram í tímann.HITASPÁ FYRIR JÓLADAG. Á kortinu má sjá spá um líkur á því að hitinn verði undir frostmarki klukkan 12 á jóladag. Gert er ráð fyrir að líkur á frosti séu meiri en 65 prósent á landinu öllu. Yfir 95 prósent líkur eru á því að frost verði norðanlands og á Vestfjörðum sem og á hálendinu. Spáin segir hins vegar ekkert til um það hversu mikið frostið verði. Til samanburðar eru frostlíkurnar innan við 5 prósent á Írlandi þennan sama dag. Innlent Jól Veður Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Piparkökubyggingar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól
Meira en 65 prósent líkur eru á því að frost verði á landinu öllu á jóladag, samkvæmt veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar í Reading í Englandi. Líkurnar á úrkomu, sem að langmestu leyti myndi falla sem snjókoma, eru á bilinu 35 til 95 prósent. Út frá þessu er nánast öruggt að það snjói á annesjum norðanlands og Vestfjörðum. "Mikil þróun er í spám og myndrænni framsetningu á ýmsu sem tölvulíkönin eru að búa til," segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. "Það hefur nánast orðið bylting síðustu fimm til tíu árin." Einar segir að aðferðin sem beitt sé við spánna sé í stórum dráttum sú að gerðar séu um 50 keyrslur á veðurlíkani þar sem upphafsgildum sé hnikað lítillega. Í einni keyrslunni er spáð snjókomu norðanlands tiltekinn dag á meðan önnur gerir það ekki og svo framvegis. Hann segir að samanlagt gefi þessar 50 tölvukeyrslur á einni öflugustu tölvu heims líkindadreifingu á ýmsum veðurþáttum. Spárnar hafi sömu annmarka og aðrar tölvureiknaðar veðurspár. Mikið dragi úr áreiðanleika þeirra eftir 6 til 8 daga. Veðurstofan hefur ekki enn gefið út formlega spá fyrir jólaveðrið í heild sinni. Spá fyrir aðfangadag birtist í dag og á morgun verður spáð í jóladagsveðrið. Einar segir að tölvuspárnar frá Reading muni koma að góðum notum við gerð þeirra spáa eins og ætíð þegar Veðurstofan vinni sínar veðurspár sex daga fram í tímann.HITASPÁ FYRIR JÓLADAG. Á kortinu má sjá spá um líkur á því að hitinn verði undir frostmarki klukkan 12 á jóladag. Gert er ráð fyrir að líkur á frosti séu meiri en 65 prósent á landinu öllu. Yfir 95 prósent líkur eru á því að frost verði norðanlands og á Vestfjörðum sem og á hálendinu. Spáin segir hins vegar ekkert til um það hversu mikið frostið verði. Til samanburðar eru frostlíkurnar innan við 5 prósent á Írlandi þennan sama dag.
Innlent Jól Veður Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Piparkökubyggingar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól