Díoxín skaðlegt en ekki banvænt 14. desember 2004 00:01 Díoxín komst í fréttirnar eftir að austurrískir læknar staðfestu að það hefði verið notað til að eitra fyrir úkraínska stjórnarandstöðuleiðtoganum Viktor Júsjenkó. Það olli því að andlit hans breyttist svo mjög að það varð í raun óþekkjanlegt; grátt, guggið og fullt af útbrotum. En hvað er díoxín? Díoxín er aukaafurð sem verður til í verksmiðjum sem nota klór, svo sem við gerð skordýraeiturs. Efnið er algengt í þróuðum löndum og hefur safnast fyrir í einhverju magni í líkama flestra íbúa iðnvæddu ríkjanna. Algengast er að efnið berist í fólk með mat, það safnast saman í kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Hversu eitrað er díoxín? Díoxín er til í 75 gerðum og eru þær misjafnlega eitraðar. Hættulegast er tetrachlorodibenzoparadioxin, efni í Agent Orange gróðureyði sem Bandaríkjaher úðaði yfir Víetnam meðan á stríðinu þar stóð og hefur valdið miklum heilbrigðisvandamálum. Mikil eitrun er talin auka líkurnar á krabbameini og lifrarsjúkdómum auk þess að meiri hætta er á því að varnarkerfi líkamans bregðist. Kannanir benda til þess að díoxín auki líkur á sykursýki en enn hafa ekki fengist óyggjandi sannanir fyrir því að díoxín dragi úr lífslíkum fólks. Hver eru algengustu áhrifin? Þau áhrif sem fólk verður helst vart við eru útbrot. Áhrifin eru hins vegar fjölbreytilegri. Í kjölfar þess að díoxín barst út í andrúmsloftið í slysi í efnaverksmiðju í Seveso á Ítalíu 1976 urðu vísindamenn varir við að fólk sem varð fyrir eitruninni var þreyttara en áður, átti erfiðara með gang, verkjaði í vöðva og svitnaði meira en venjulega. Á fólk sér hjálpar von? Í flestum tilfellum eru áhrif díoxíneitrunar tímabundin og hverfa að mestu af sjálfu sér. Vísindamenn segja að útbrot geti hvort tveggja horfið þegar eitrunarinnar hættir að gæta eða verið viðvarandi um margra ára skeið. Þegar eitrunin leiðir til alvarlegri sjúkdóma á þetta ekki við. Er díoxín einhverjum til gagns? Látum Bergi Sigurðssyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eftir að svara þessu: "Flest umhverfiseitur sem rekja má til manna hafa á sínum tíma þjónað mönnunum með einum eða öðrum hætti, t.d. kvikasilfur úr hitamælum, PCB úr spennaolíu, blý sem bætiefni í bensín o.s.frv. Díoxín hefur þá sérstöðu að það er hvergi notað og er engum til gagns," ritaði Bergur í grein á vefnum hes.is. Heilsa Innlent Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Díoxín komst í fréttirnar eftir að austurrískir læknar staðfestu að það hefði verið notað til að eitra fyrir úkraínska stjórnarandstöðuleiðtoganum Viktor Júsjenkó. Það olli því að andlit hans breyttist svo mjög að það varð í raun óþekkjanlegt; grátt, guggið og fullt af útbrotum. En hvað er díoxín? Díoxín er aukaafurð sem verður til í verksmiðjum sem nota klór, svo sem við gerð skordýraeiturs. Efnið er algengt í þróuðum löndum og hefur safnast fyrir í einhverju magni í líkama flestra íbúa iðnvæddu ríkjanna. Algengast er að efnið berist í fólk með mat, það safnast saman í kjöti, fiski og mjólkurafurðum. Hversu eitrað er díoxín? Díoxín er til í 75 gerðum og eru þær misjafnlega eitraðar. Hættulegast er tetrachlorodibenzoparadioxin, efni í Agent Orange gróðureyði sem Bandaríkjaher úðaði yfir Víetnam meðan á stríðinu þar stóð og hefur valdið miklum heilbrigðisvandamálum. Mikil eitrun er talin auka líkurnar á krabbameini og lifrarsjúkdómum auk þess að meiri hætta er á því að varnarkerfi líkamans bregðist. Kannanir benda til þess að díoxín auki líkur á sykursýki en enn hafa ekki fengist óyggjandi sannanir fyrir því að díoxín dragi úr lífslíkum fólks. Hver eru algengustu áhrifin? Þau áhrif sem fólk verður helst vart við eru útbrot. Áhrifin eru hins vegar fjölbreytilegri. Í kjölfar þess að díoxín barst út í andrúmsloftið í slysi í efnaverksmiðju í Seveso á Ítalíu 1976 urðu vísindamenn varir við að fólk sem varð fyrir eitruninni var þreyttara en áður, átti erfiðara með gang, verkjaði í vöðva og svitnaði meira en venjulega. Á fólk sér hjálpar von? Í flestum tilfellum eru áhrif díoxíneitrunar tímabundin og hverfa að mestu af sjálfu sér. Vísindamenn segja að útbrot geti hvort tveggja horfið þegar eitrunarinnar hættir að gæta eða verið viðvarandi um margra ára skeið. Þegar eitrunin leiðir til alvarlegri sjúkdóma á þetta ekki við. Er díoxín einhverjum til gagns? Látum Bergi Sigurðssyni hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja eftir að svara þessu: "Flest umhverfiseitur sem rekja má til manna hafa á sínum tíma þjónað mönnunum með einum eða öðrum hætti, t.d. kvikasilfur úr hitamælum, PCB úr spennaolíu, blý sem bætiefni í bensín o.s.frv. Díoxín hefur þá sérstöðu að það er hvergi notað og er engum til gagns," ritaði Bergur í grein á vefnum hes.is.
Heilsa Innlent Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira