Kósí stemming í huggulegu húsnæði 9. desember 2004 00:01 "Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund." Hús og heimili Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
"Markmið mitt með þessari verslun er að höfða til kvenna sem gera handavinnu og vilja hafa fallegt og huggulegt í kringum sig. Það eru lygilega margir fyrir það að fara úr vinnufötunum þegar heim er komið, skella sér í náttföt, setja fætur upp í sófa og hafa það virkilega kósí," segir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og eigandi verslunarinnar, en hún sækir sína strauma úr tveimur heimum sem greinilega sést í verslun hennar. "Ég lærði fatahönnun bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi þannig að ég sæki huggulega heimafílínginn til Bandaríkjanna og tedrykkjuna til Bretlands." "Ég sel þægileg föt, bæði ameríska heimagalla og ítölsk náttföt, sem eru úr bómullarblöndu með handprentuðu munstri. Síðan sel ég mikið af lopa. Einnig er ég með bútasaumsefni en ég er nýbúin að fá frönska efni, bæði bómull og hör, sem er helsta nýjungin hjá mér. Ég er líka með bútasaumsbækur, útsaum og te- og pressukönnur sem ég hef hannað sjálf í liðlega áratug," segir Ásdís en stoltust er hún af nýju línunni af íslensku værðarvoðinni. Ásdís leggur mikið upp úr því að hafa kósí og fallegt hjá sér og í versluninni. "Fólk getur tyllt sér niður, skoðað búasaumsbækur, fengið sér heitt kaffi og piparkökur, hlustað á jólalög og haft það kósí og slappað af. Við þurfum ekki alltaf að vera í stressinu. Húsnæðið býður líka upp á það. Þett aer gamalt hús með flottum bitum í loftinu. Ég hannaði innréttingarnar sjálf og held ég að mér hafi tekist vel upp. Ég var með þessa verslun í Hamraborg fyrir þrem árum og margar konur er ánægðar að sjá mig aftur. Ég vona bara að fari eins með lopann og miðbæinn. Núna sel ég afskaplega mikið af lopa og ég vona að sama gerist með söluna í miðbænum. Ég er alveg dottin í rómantíkina hérna í miðbænum," segir Ásdís sem er með verslunarrekstur í blóðinu, alin upp af kaupmanni. En er verslunin þá bara eins og barnið þitt? "Já það er talað um það heima fyrir. Nú á ég þrjár dætur, sú yngsta ellefu ára, og ég þarf að útskýra fyrir henni að fjórða barnið sé fætt og ég þurfi stundum að vaka á nóttinni til að sinna því. En þegar það er uppkomið og sjálfbjarga þá fáum við okkur hund."
Hús og heimili Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira