Hart deilt um gisið jólatré 8. desember 2004 00:01 Borgarstjórnir belgísku og finnsku höfuðborganna, Brussel og Helsinki, eru komnar í hár saman. Ástæðan er jólatréð sem prýðir Grand Place-torgið í miðborg Brussel. Finnar hafa í fimmtíu ár séð Brusselbúum fyrir jólatré. Undanfarin ár hafa heimamenn orðið sífellt ósáttari við jólatrén sem þeir fá, segja þau of lág, gisin og illa leikin eftir langt ferðalag. Í ár létu Finnar Belgum það eftir að velja jólatré úr hinu skógi vaxna Ardenneshéraði í Belgíu. Það tré kom gisið og illa bogið til Brussel og ríkir algjör óvissa um samstarf Finna og Belga um jólatré í framtíðinni. Erlent Jól Mest lesið Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Rafræn jólakort Jólin Ó, Jesúbarn Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólahald Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Gott er að gefa Jólin Daufblindir fá styrk Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Ljós í myrkri Jól
Borgarstjórnir belgísku og finnsku höfuðborganna, Brussel og Helsinki, eru komnar í hár saman. Ástæðan er jólatréð sem prýðir Grand Place-torgið í miðborg Brussel. Finnar hafa í fimmtíu ár séð Brusselbúum fyrir jólatré. Undanfarin ár hafa heimamenn orðið sífellt ósáttari við jólatrén sem þeir fá, segja þau of lág, gisin og illa leikin eftir langt ferðalag. Í ár létu Finnar Belgum það eftir að velja jólatré úr hinu skógi vaxna Ardenneshéraði í Belgíu. Það tré kom gisið og illa bogið til Brussel og ríkir algjör óvissa um samstarf Finna og Belga um jólatré í framtíðinni.
Erlent Jól Mest lesið Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Rafræn jólakort Jólin Ó, Jesúbarn Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólahald Jól Hundarnir líka jólalegir Jól Gott er að gefa Jólin Daufblindir fá styrk Jól Jól, eftir Stefán frá Hvítadal Jól Ljós í myrkri Jól