Heyrir einhver í okkur? 7. desember 2004 00:01 Þegar horft er frá Ólívufjalli yfir Jerúsalem virðist borgin standa undir nafni, borg friðarinns. Þetta er sjón sem ekki er annarri lík hér á jörð en uppi á fjallinu er þó einmanalegt þessa dagana. Byggingin sem fangar strax augað er hvelfingin yfir klettinum sem allir þekkja af myndum. Hún stendur á miðri musterishæðinni, stutt frá gráleitri og fremur ólögulegri Al Aqsa moskunni. Undir gylltri hvelfingunni er átthyrnt hús þakið fíngerðum skreytingum. Þetta sérkennilega og undarlega fallega hús hafði staðið þarna í sex hundruð ár þegar Sturlungaöld lauk á Íslandi. Þetta er elsta bygging múslima í heiminum, byggð fáeinum áratugum eftir dauða spámannsins. Undir hvelfingunni er ekki annað en nakinn og úfinn klettur. Þarna snerti fingur guðs myrkrið og óreiðuna við upphaf sköpunar heimsins að trú gyðinga. Þarna stóð sáttmálsörk Móse í hinu allra helgasta í musteri gyðinga. Þarna á klettinn lagði Abraham son sinn og ætlaði að fórna honum að skipun guðs. Um það eru gyðingar og múslimar sammála. Þá greinir hins vegar á um hvorn sona sinna Abraham lagði þarna, Ísak ættföður gyðinga eða Ishmael ættföður araba. Og af klettinum steig Múhameð upp til himna að trú múslima. Musterishæðin er heilagari fyrir gyðinga en nokkur staður í mannheimi getur verið fyrir kristinn mann. Jafnvel sá sem fyrirlítur ísraelska ríkið fyrir daglega stríðsglæpi þess, fjöldamorð á börnum og saklausu fólki, þjóðernishreinsanir og kerfisbundna og meðvitaða niðurlægingu þess á Palestínumönnum, hlýtur að finna til samúðar með trúuðum gyðingum sem standa við Grátmúrinn þarna fyrir neðan en finna miðju trúar sinnar á kletti undir íslamskri mosku. Horfi maður lengra blasir við kirkjan yfir Golgata og grafhýsi Krists. Það segir sína sögu um ástand mála að í gær sat ég um stund einn inni í grafhýsi Jesú við Golgata. Ég fékk að vera góða stund einn við stjörnuna í gólfi fæðingarkirkjunnar í Betlehem þar sem menn segja að Jesú hafi komið í heiminn. Og ég sat við annan mann í hellisskútanum í Getsemanegarðinum. Skýringarnar á þessari einsemd ferðamanns á einum áhugaverðasta stað heimsins blasa við þegar litið er til austurs frá Ólívufjallinu. Þaðan blasa við byggðir landtökumanna gyðinga sem teygja sig sífellt lengra inn Palestínu. Byggðirnar hafa alltaf minnt mig á Breiðholtshverfið í Reykjavík, einbýlishús, raðhús, blokkir og grónir garðar en eyðilegir melar á milli. Þetta eru ekki hús fátækra hugsjónamanna heldur híbýli fólks sem fær þarna fín hús niðurgreidd af ríkinu. Þarna eru sundlaugar enda nóg af vatni þótt ekki sé deigan dropa að fá í þorpum Palestínumanna í kring. Austan frá Ólívufjalli sést líka aðskilnaðarmúrinn hlykkjast í gegnum hverfi og bæi Palestínumanna. Fólk sem ég hitti við múrinn sagði mér að fyrir fáum vikum hefði verið tveggja mínútna gangur til ættingja í næstu götu. Nú tæki ferðin tvo klukkutíma í gegnum vegatálma. Múrinn liggur hvergi á landi Ísraelsmanna heldur allur innan Palestínu og sums staðar langt inni í þessu örlitla landi sem aðeins þekur 22% af Palestínu eins og hún var fyrir stofnun og stækkun Ísraels. Hann sker ekki aðeins í sundur bæi Palestínumanna heldur liggur hann víða þannig að allt ræktanlegt land lendir Ísraelsmegin við hann. Þarna, eins og í gömlu borginni í Jerúsalem, standa vígbúnir hermenn vörð um markalínur sem skilja á milli ríkidæmis og fátæktar og á milli valds og vonleysis. Á einum stað við múrinn stóðu þeir í rústum heimilis og sögðu mér að setja niður myndavélina. Á síðustu misserum hafa Ísraelsmenn eyðilagt heimili 38 þúsund Palestínumanna, að sögn ísraelskra mannréttindasamtaka sem hengdu upp auglýsingu á hótelinu mínu í Palestínu til að vekja athygli á að einhverjum í Ísrael er ekki sama. Í aðeins 330 tilvikum var um að ræða hefndir fyrir sjálfsmorðsárásir. Sumum ofbýður í Ísrael en Palestína minnir sífellt meira á fangabúðir, sundurslitnar ræmur af landi þar sem akrar eru slitnir frá þorpum, fjölskyldum er sundrað, atvinnulíf lagt í rúst og helsta áminningin um nútímann er útlendir hermenn veifandi vélbyssum. Við múrinn, þar sem hann sker í sundur lítið þorp og lokar götu í útjaðri Jerúsalem, spurði mig miðaldra Palestínumaður: "heyrir einhver í okkur?". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Þegar horft er frá Ólívufjalli yfir Jerúsalem virðist borgin standa undir nafni, borg friðarinns. Þetta er sjón sem ekki er annarri lík hér á jörð en uppi á fjallinu er þó einmanalegt þessa dagana. Byggingin sem fangar strax augað er hvelfingin yfir klettinum sem allir þekkja af myndum. Hún stendur á miðri musterishæðinni, stutt frá gráleitri og fremur ólögulegri Al Aqsa moskunni. Undir gylltri hvelfingunni er átthyrnt hús þakið fíngerðum skreytingum. Þetta sérkennilega og undarlega fallega hús hafði staðið þarna í sex hundruð ár þegar Sturlungaöld lauk á Íslandi. Þetta er elsta bygging múslima í heiminum, byggð fáeinum áratugum eftir dauða spámannsins. Undir hvelfingunni er ekki annað en nakinn og úfinn klettur. Þarna snerti fingur guðs myrkrið og óreiðuna við upphaf sköpunar heimsins að trú gyðinga. Þarna stóð sáttmálsörk Móse í hinu allra helgasta í musteri gyðinga. Þarna á klettinn lagði Abraham son sinn og ætlaði að fórna honum að skipun guðs. Um það eru gyðingar og múslimar sammála. Þá greinir hins vegar á um hvorn sona sinna Abraham lagði þarna, Ísak ættföður gyðinga eða Ishmael ættföður araba. Og af klettinum steig Múhameð upp til himna að trú múslima. Musterishæðin er heilagari fyrir gyðinga en nokkur staður í mannheimi getur verið fyrir kristinn mann. Jafnvel sá sem fyrirlítur ísraelska ríkið fyrir daglega stríðsglæpi þess, fjöldamorð á börnum og saklausu fólki, þjóðernishreinsanir og kerfisbundna og meðvitaða niðurlægingu þess á Palestínumönnum, hlýtur að finna til samúðar með trúuðum gyðingum sem standa við Grátmúrinn þarna fyrir neðan en finna miðju trúar sinnar á kletti undir íslamskri mosku. Horfi maður lengra blasir við kirkjan yfir Golgata og grafhýsi Krists. Það segir sína sögu um ástand mála að í gær sat ég um stund einn inni í grafhýsi Jesú við Golgata. Ég fékk að vera góða stund einn við stjörnuna í gólfi fæðingarkirkjunnar í Betlehem þar sem menn segja að Jesú hafi komið í heiminn. Og ég sat við annan mann í hellisskútanum í Getsemanegarðinum. Skýringarnar á þessari einsemd ferðamanns á einum áhugaverðasta stað heimsins blasa við þegar litið er til austurs frá Ólívufjallinu. Þaðan blasa við byggðir landtökumanna gyðinga sem teygja sig sífellt lengra inn Palestínu. Byggðirnar hafa alltaf minnt mig á Breiðholtshverfið í Reykjavík, einbýlishús, raðhús, blokkir og grónir garðar en eyðilegir melar á milli. Þetta eru ekki hús fátækra hugsjónamanna heldur híbýli fólks sem fær þarna fín hús niðurgreidd af ríkinu. Þarna eru sundlaugar enda nóg af vatni þótt ekki sé deigan dropa að fá í þorpum Palestínumanna í kring. Austan frá Ólívufjalli sést líka aðskilnaðarmúrinn hlykkjast í gegnum hverfi og bæi Palestínumanna. Fólk sem ég hitti við múrinn sagði mér að fyrir fáum vikum hefði verið tveggja mínútna gangur til ættingja í næstu götu. Nú tæki ferðin tvo klukkutíma í gegnum vegatálma. Múrinn liggur hvergi á landi Ísraelsmanna heldur allur innan Palestínu og sums staðar langt inni í þessu örlitla landi sem aðeins þekur 22% af Palestínu eins og hún var fyrir stofnun og stækkun Ísraels. Hann sker ekki aðeins í sundur bæi Palestínumanna heldur liggur hann víða þannig að allt ræktanlegt land lendir Ísraelsmegin við hann. Þarna, eins og í gömlu borginni í Jerúsalem, standa vígbúnir hermenn vörð um markalínur sem skilja á milli ríkidæmis og fátæktar og á milli valds og vonleysis. Á einum stað við múrinn stóðu þeir í rústum heimilis og sögðu mér að setja niður myndavélina. Á síðustu misserum hafa Ísraelsmenn eyðilagt heimili 38 þúsund Palestínumanna, að sögn ísraelskra mannréttindasamtaka sem hengdu upp auglýsingu á hótelinu mínu í Palestínu til að vekja athygli á að einhverjum í Ísrael er ekki sama. Í aðeins 330 tilvikum var um að ræða hefndir fyrir sjálfsmorðsárásir. Sumum ofbýður í Ísrael en Palestína minnir sífellt meira á fangabúðir, sundurslitnar ræmur af landi þar sem akrar eru slitnir frá þorpum, fjölskyldum er sundrað, atvinnulíf lagt í rúst og helsta áminningin um nútímann er útlendir hermenn veifandi vélbyssum. Við múrinn, þar sem hann sker í sundur lítið þorp og lokar götu í útjaðri Jerúsalem, spurði mig miðaldra Palestínumaður: "heyrir einhver í okkur?".
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun