Falið vald í Silfrinu 3. desember 2004 00:01 Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun
Jóhannes Björn, höfundur bókanna Falið vald og Falið vald eiturlyfjakolkrabbans, verður gestur í Silfri Egils á sunnudag. Bókin Falið vald vakti geysilega athygli þegar hún kom út rétt fyrir 1980, heil kynslóð reif hana í sig og hún hafði mikil áhrif á pólitíska vitund margra. Jóhannes Björn er maður sem er vanur að horfa á stóru línurnar í pólitíkinni og í þættinum verður meðal annars rætt við hann um hnattvæðingu viðskiptalífsins, stöðu hagkerfisins í Bandaríkjunum, olíumarkaðinn, lyfjarisa og fall dollarans. Þátturinn er ekki fullmannaður enn, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Agnes Bragadóttir blaðamaður, Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. Silfur Egils er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudögum. Þátturinn er í opinni dagskrá. Hann er svo endurtekinn stuttu fyrir miðnætti um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.