Jólaföndur í Vesturbæjarskóla 2. desember 2004 00:01 Mikil jólastemning var á hinu árlega jólaföndri Vesturbæjarskóla þegar allir sem vettlingi gátu valdið mættu í góðu jólaskapi. Börnin máluðu á fallegar jólakúlur af mikilli natni og héldu uppi góðum anda með því að skemmta sjálfum sér og öðrum. Krakkarnir í sjöunda bekk voru með kaffisölu á staðnum þar sem þau smurðu brauð, hituðu kakó og seldu gegn vægu verði. Nokkrir drengir í sjöunda bekk seldu heimatilbúin kerti svo eitthvað sé nefnt en nóg var um að vera í skólanum. Krakkarnir hlakka auðvitað flestir mikið til jólanna og bjartsýni og góða jólaskapið tók völdin á jólaföndrinu þrátt fyrir nokkuð stormasaman skólavetur. Jól Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Piparkökubyggingar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól
Mikil jólastemning var á hinu árlega jólaföndri Vesturbæjarskóla þegar allir sem vettlingi gátu valdið mættu í góðu jólaskapi. Börnin máluðu á fallegar jólakúlur af mikilli natni og héldu uppi góðum anda með því að skemmta sjálfum sér og öðrum. Krakkarnir í sjöunda bekk voru með kaffisölu á staðnum þar sem þau smurðu brauð, hituðu kakó og seldu gegn vægu verði. Nokkrir drengir í sjöunda bekk seldu heimatilbúin kerti svo eitthvað sé nefnt en nóg var um að vera í skólanum. Krakkarnir hlakka auðvitað flestir mikið til jólanna og bjartsýni og góða jólaskapið tók völdin á jólaföndrinu þrátt fyrir nokkuð stormasaman skólavetur.
Jól Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Krakkarnir gapandi yfir Askasleiki Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Piparkökubyggingar Jól Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól