Margir titlar - of fáir kaupendur 1. desember 2004 00:01 Um daginn fékk ég símtal frá ævareiðum rithöfundi sem sagði stuttu eftir að hann hringdi að hann legði ekki í vana sinn að skella á fólk. Það var þó greinilega það sem hann langaði til að gera - hringja til að skella á. Maðurinn sagði að ég væri í klíku - en ef ég væri ekki í klíkunni, þá væri greinilegt að ég væri að láta misnota mig. Klíkan var svona frekar óskilgreind - þarna var Halldór Guðmundsson og Silja og JPV og Edda og sjálfsagt einhverjir fleiri. Ég hafði unnið mér það til óhelgi að hampa bók Halldórs um Halldór sem höfundurinn sagði að væri "ofmetin". Hins vegar hefði ég þagað um bókina hans. Svona er nú taugaveiklunin mikil á jólabókamarkaðnum. Alltof margir titlar - alltof fáir kaupendur. Menn rjúka upp af minnsta tilefni. Þannig blossaði upp nokkuð fjörug en stutt deila milli Þráins Bertelssonar og Ágústs Borgþórs Sverrissonar um bók þess fyrrnefnda, Dauðans óvissi tími. Ágúst sagði að verk Þráins væri í kjaftasögu- og dylgjustíl; Þráinn svaraði með því að telja Ágúst siðlausan og heimskan. Um daginn fékk ég senda bók sem hefur verið talin líkleg til metsölu, mikinn doðrant. Ég fór að lesa og komst að því að í bókinni sem ég fékk voru óprentaðar arkir, vantaði semsagt parta í söguna. Ég lýsi því ekki hvað ég var glaður þegar ég kom að auðum síðum, fletti yfir með góðri samvisku og tókst að klára bókina á mettíma. --- --- --- Menn eru dálítið að velta fyrir sér nýyrði Davíðs Oddssonar "afturhaldskommmatittsflokkur". Þetta er að sönnu langt og mikið orð - býsna innblásin samsetning. Mér sýndist næstum að Davíð kæmi sjálfum sér á óvart með þessu. Gamall kommi hringdi í mig og sagðist hafa verið kallaður mörgum uppnefnum í gegnum tíðina, hann kippti sér ekkert upp við það, en hins vegar ræki sig ekki minni til að hafa heyrt orðið "kommatittur". Orðið "hommatittur" hefði hins vegar verið algengt á sínum tíma, áður en pólitískir rétthugsuðir hófu að endurskoða tungumálið. Spurning hvort ekki hafi aðeins slegið saman í kolli utanríkisráðherrans? --- --- --- Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson skiptast á um að skrifa mjög áhugaverða pistla á vefsvæðið heimur.is. Benedikt skrifar grein í gær og fjallar um Silfursþátt um helgina þar sem hann sat ásamt Hjálmari Árnasyni og fleirum. Benedikt rekur stafrétt orðaskipti í þættinum sem enduðu með því að Hjálmar sagðist reiðubúinn að endurskoða stuðninginn við Íraksstríðið. Benedikt veltir fyrir sér þeim orðum Davíðs Oddssonar á Alþingi að Hjálmar hafi sýnt þrek með því að vera í þættinum jafnlengi og hann var, enda hafi þar verið "yfirgengilega vitleysisleg umræða". Maður nokkur sendi mér tölvupóst og spurði hvað Bensi væri að fara með pistlinum? Er hann að bauna á Davíð, á þáttastjórnandann, eða kannski á sjálfan sig - sem líka sat þarna lengi og sagðist lítt hrifinn af hernaðinum í Írak? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Um daginn fékk ég símtal frá ævareiðum rithöfundi sem sagði stuttu eftir að hann hringdi að hann legði ekki í vana sinn að skella á fólk. Það var þó greinilega það sem hann langaði til að gera - hringja til að skella á. Maðurinn sagði að ég væri í klíku - en ef ég væri ekki í klíkunni, þá væri greinilegt að ég væri að láta misnota mig. Klíkan var svona frekar óskilgreind - þarna var Halldór Guðmundsson og Silja og JPV og Edda og sjálfsagt einhverjir fleiri. Ég hafði unnið mér það til óhelgi að hampa bók Halldórs um Halldór sem höfundurinn sagði að væri "ofmetin". Hins vegar hefði ég þagað um bókina hans. Svona er nú taugaveiklunin mikil á jólabókamarkaðnum. Alltof margir titlar - alltof fáir kaupendur. Menn rjúka upp af minnsta tilefni. Þannig blossaði upp nokkuð fjörug en stutt deila milli Þráins Bertelssonar og Ágústs Borgþórs Sverrissonar um bók þess fyrrnefnda, Dauðans óvissi tími. Ágúst sagði að verk Þráins væri í kjaftasögu- og dylgjustíl; Þráinn svaraði með því að telja Ágúst siðlausan og heimskan. Um daginn fékk ég senda bók sem hefur verið talin líkleg til metsölu, mikinn doðrant. Ég fór að lesa og komst að því að í bókinni sem ég fékk voru óprentaðar arkir, vantaði semsagt parta í söguna. Ég lýsi því ekki hvað ég var glaður þegar ég kom að auðum síðum, fletti yfir með góðri samvisku og tókst að klára bókina á mettíma. --- --- --- Menn eru dálítið að velta fyrir sér nýyrði Davíðs Oddssonar "afturhaldskommmatittsflokkur". Þetta er að sönnu langt og mikið orð - býsna innblásin samsetning. Mér sýndist næstum að Davíð kæmi sjálfum sér á óvart með þessu. Gamall kommi hringdi í mig og sagðist hafa verið kallaður mörgum uppnefnum í gegnum tíðina, hann kippti sér ekkert upp við það, en hins vegar ræki sig ekki minni til að hafa heyrt orðið "kommatittur". Orðið "hommatittur" hefði hins vegar verið algengt á sínum tíma, áður en pólitískir rétthugsuðir hófu að endurskoða tungumálið. Spurning hvort ekki hafi aðeins slegið saman í kolli utanríkisráðherrans? --- --- --- Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson skiptast á um að skrifa mjög áhugaverða pistla á vefsvæðið heimur.is. Benedikt skrifar grein í gær og fjallar um Silfursþátt um helgina þar sem hann sat ásamt Hjálmari Árnasyni og fleirum. Benedikt rekur stafrétt orðaskipti í þættinum sem enduðu með því að Hjálmar sagðist reiðubúinn að endurskoða stuðninginn við Íraksstríðið. Benedikt veltir fyrir sér þeim orðum Davíðs Oddssonar á Alþingi að Hjálmar hafi sýnt þrek með því að vera í þættinum jafnlengi og hann var, enda hafi þar verið "yfirgengilega vitleysisleg umræða". Maður nokkur sendi mér tölvupóst og spurði hvað Bensi væri að fara með pistlinum? Er hann að bauna á Davíð, á þáttastjórnandann, eða kannski á sjálfan sig - sem líka sat þarna lengi og sagðist lítt hrifinn af hernaðinum í Írak?
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun