Ljós í myrkri 30. nóvember 2004 00:01 Léttur ilmur af eplakertum mætir manni þegar komið er í kertagerðina Vaxandi. Þar er námskeið í gangi og kennarinn Helga Björg Jónasardóttir myndlistarkona er að fræða fimm konur um helstu atriðin í sambandi við vax, kerti og hitastig. Stór sekkur úti í horni geymir kurlað vax og svo er farið að bræða. Það er gert yfir vatnsbaði. Konurnar velja sér liti til að setja út í vaxið og innan skamms kraumar í pottum, alla vega á litinn. Kveikur er klipptur og strengdur í píramítamót og svo er það fyllt með fagurlitum vökva. Meðan píramítinn þornar er hafist handa við að gera kubbakerti úr afgöngum. Þá eru molar af vaxi settir í mót og litum blandað eftir eigin höfði en glæru vaxi hellt yfir. Útkoman verður ótrúlega flott en við segjum ekkert frá því strax því kertið þarf að storkna og komast úr mótinu. Allt hefur sinn tíma. Helga Björg hellir á könnuna og dregur fram ýmiss konar góðgæti og nú er sest yfir myndablöð og bækur sem sýna fjölbreytta flóru kerta og annarra skrautmuna úr vaxi. Reyndar dugir að líta í kringum sig á verkstæðinu. Helga Björg fer ekki bara troðnar slóðir í sinni vaxiðju. Hún er líka búin að gera ýmsar uppgötvanir sem aðrir hafa ekki tileinkað sér enda kveðst hún ekki þrífast nema hún geti skapað eitthvað nýtt. Sumt af því segir hún hafa þróast í vinnuferlinu, jafnvel út úr mistökum. Hinsvegar kýs hún að kenna grunnaðferðirnar á námskeiðunum sem hver og einn getur svo byggt ofan á heima, eða á framhaldsnámskeiði. Hún leggur áherslu á að kertagerð sé einföld og vel sé hægt að nota eldhúspottana því vaxið sé ekki eitrað. Nú er komið að aðalatriði kvöldsins. Það eru dýfingarnar. Þá er opnað út á hlað og svo er löngum kveik dýft í bráðið vax aftur og aftur með hæfilegu millibili svo lengjan þorni á milli. Konurnar ganga hver eftir aðra að pottinum, dýfa í ýmsa liti eftir eigin smekk og halda áfram meðfram hinum opnu dyrum, hring eftir hring, uns kertin eru orðin hæfilega sver. Þetta er nánast eins og helgiathöfn og andrúmsloftið er einstakt. Það er líka eitthvað róandi við vaxið og Helga er gúrú! Píramítamótin og kubbarnir hafa þurft áfyllingar við því vaxið rýrnar við storknun. En nú er komið að því að losa kertin úr mótunum og þá koma meisarastykkin í ljós. Þetta er búið að vera notalegt kvöld í kertagerðinni Vaxandi. Konurnar fara heim með kertin sín glaðar í bragði og hlakka til að láta loga þeirra lýsa upp skammdegið. Kubbakertin úr afgöngunum geta orðið hin skrautlegustu.Það verður opið í Vaxandi við Nesveg alla virka daga í desember milli 10 og 18. Þá getur fólk komið inn af götunni og gert sín eigin kerti.Auðvelt er að móta kertin meðan þau eru volg. Jól Mest lesið Engar kaloríur Jól Loftkökur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Jól Jólakjóllinn er kominn í hús Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Frá ljósanna hásal Jól
Léttur ilmur af eplakertum mætir manni þegar komið er í kertagerðina Vaxandi. Þar er námskeið í gangi og kennarinn Helga Björg Jónasardóttir myndlistarkona er að fræða fimm konur um helstu atriðin í sambandi við vax, kerti og hitastig. Stór sekkur úti í horni geymir kurlað vax og svo er farið að bræða. Það er gert yfir vatnsbaði. Konurnar velja sér liti til að setja út í vaxið og innan skamms kraumar í pottum, alla vega á litinn. Kveikur er klipptur og strengdur í píramítamót og svo er það fyllt með fagurlitum vökva. Meðan píramítinn þornar er hafist handa við að gera kubbakerti úr afgöngum. Þá eru molar af vaxi settir í mót og litum blandað eftir eigin höfði en glæru vaxi hellt yfir. Útkoman verður ótrúlega flott en við segjum ekkert frá því strax því kertið þarf að storkna og komast úr mótinu. Allt hefur sinn tíma. Helga Björg hellir á könnuna og dregur fram ýmiss konar góðgæti og nú er sest yfir myndablöð og bækur sem sýna fjölbreytta flóru kerta og annarra skrautmuna úr vaxi. Reyndar dugir að líta í kringum sig á verkstæðinu. Helga Björg fer ekki bara troðnar slóðir í sinni vaxiðju. Hún er líka búin að gera ýmsar uppgötvanir sem aðrir hafa ekki tileinkað sér enda kveðst hún ekki þrífast nema hún geti skapað eitthvað nýtt. Sumt af því segir hún hafa þróast í vinnuferlinu, jafnvel út úr mistökum. Hinsvegar kýs hún að kenna grunnaðferðirnar á námskeiðunum sem hver og einn getur svo byggt ofan á heima, eða á framhaldsnámskeiði. Hún leggur áherslu á að kertagerð sé einföld og vel sé hægt að nota eldhúspottana því vaxið sé ekki eitrað. Nú er komið að aðalatriði kvöldsins. Það eru dýfingarnar. Þá er opnað út á hlað og svo er löngum kveik dýft í bráðið vax aftur og aftur með hæfilegu millibili svo lengjan þorni á milli. Konurnar ganga hver eftir aðra að pottinum, dýfa í ýmsa liti eftir eigin smekk og halda áfram meðfram hinum opnu dyrum, hring eftir hring, uns kertin eru orðin hæfilega sver. Þetta er nánast eins og helgiathöfn og andrúmsloftið er einstakt. Það er líka eitthvað róandi við vaxið og Helga er gúrú! Píramítamótin og kubbarnir hafa þurft áfyllingar við því vaxið rýrnar við storknun. En nú er komið að því að losa kertin úr mótunum og þá koma meisarastykkin í ljós. Þetta er búið að vera notalegt kvöld í kertagerðinni Vaxandi. Konurnar fara heim með kertin sín glaðar í bragði og hlakka til að láta loga þeirra lýsa upp skammdegið. Kubbakertin úr afgöngunum geta orðið hin skrautlegustu.Það verður opið í Vaxandi við Nesveg alla virka daga í desember milli 10 og 18. Þá getur fólk komið inn af götunni og gert sín eigin kerti.Auðvelt er að móta kertin meðan þau eru volg.
Jól Mest lesið Engar kaloríur Jól Loftkökur Jól Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól Spáð er hvítum jólum fyrir norðan og vestan Jól Jólakjóllinn er kominn í hús Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Frá ljósanna hásal Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól
Jólalag dagsins: Jógvan Hansen og Friðrik Ómar sungu um mömmu kyssa jólasvein á íslensku og færeysku Jól