Alnæmi eykst mest meðal kvenna 30. nóvember 2004 00:01 "Konur og stúlkur smitast í sívaxandi mæli af HIV og alnæmi. Auðvitað mest í hinum fátækari löndum heims, en við Íslendingar þurfum líka að gæta okkar því smituðum gagnkynhneigðum konum hefur fjölgað hér á síðustu árum," segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. Hún heldur áfram: "Fjölgunin hefur verið mest meðal ungra kvenna 15-24 ára. Í þeim löndum þar sem ástandið er hvað verst er meira en helmingur stúlkna og kvenna með sjúkdóminn. Það er fyrst og fremst hin bága samfélagslega staða sem gerir stöðu þeirra viðkvæmari en karla. Vegna lítillar menntunar eru þær oft mjög illa upplýstar um sjúkdóminn og vita ekki hvernig þær eiga að verja sig. Hin samfélagslega staða þeirra gerir þeim líka erfiðara um vik að semja um notkun smokksins. Konur eru víða að smitast af eiginmönnum sínum og eru fleiri giftar konur smitaðar af sjúkdómnum en jafnöldrur þeirra sem eru ógiftar. Konur eru líka í mun meira mæli en karlar þolendur kynferðisofbeldis alls staðar í heiminum, en það eykur hættuna á smiti." Í framhaldinu bendir Sigurlaug aukna hættu á smiti hér á landi vegna sívaxandi ferðalaga Íslendinga til útlanda og segir landsmenn síst af öllu mega sofna á verðinum. "Meðan engin lækning finnst við sjúkdómnum þá verðum við að horfast í augu við hættuna," segir hún. ,,Við þurfum líka að geta rætt um kynlíf á opinn og heilbrigðan hátt í fjölskyldunum og í samfélaginu öllu og vera gagnrýnin á ýmis villandi og misvísandi skilaboð sem við fáum frá umhverfinu." Hún upplýsir í lokin að verið sé að þróa forvörn sem auðveldi konum að verja sig sjálfar gegn kynsjúkdómasmiti. "Þetta eru ákveðin veirudrepandi smyrsl sem lofa góðu en það vantar fjármagn til að flýta þeim rannsóknum. Það er því smokkurinn sem er áfram tryggasta vörnin. Þetta þarf unga fólkið og fólk almennt að hafa hugfast og bæði kynin verða að axla ábyrgð." Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Konur og stúlkur smitast í sívaxandi mæli af HIV og alnæmi. Auðvitað mest í hinum fátækari löndum heims, en við Íslendingar þurfum líka að gæta okkar því smituðum gagnkynhneigðum konum hefur fjölgað hér á síðustu árum," segir Sigurlaug Hauksdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. Hún heldur áfram: "Fjölgunin hefur verið mest meðal ungra kvenna 15-24 ára. Í þeim löndum þar sem ástandið er hvað verst er meira en helmingur stúlkna og kvenna með sjúkdóminn. Það er fyrst og fremst hin bága samfélagslega staða sem gerir stöðu þeirra viðkvæmari en karla. Vegna lítillar menntunar eru þær oft mjög illa upplýstar um sjúkdóminn og vita ekki hvernig þær eiga að verja sig. Hin samfélagslega staða þeirra gerir þeim líka erfiðara um vik að semja um notkun smokksins. Konur eru víða að smitast af eiginmönnum sínum og eru fleiri giftar konur smitaðar af sjúkdómnum en jafnöldrur þeirra sem eru ógiftar. Konur eru líka í mun meira mæli en karlar þolendur kynferðisofbeldis alls staðar í heiminum, en það eykur hættuna á smiti." Í framhaldinu bendir Sigurlaug aukna hættu á smiti hér á landi vegna sívaxandi ferðalaga Íslendinga til útlanda og segir landsmenn síst af öllu mega sofna á verðinum. "Meðan engin lækning finnst við sjúkdómnum þá verðum við að horfast í augu við hættuna," segir hún. ,,Við þurfum líka að geta rætt um kynlíf á opinn og heilbrigðan hátt í fjölskyldunum og í samfélaginu öllu og vera gagnrýnin á ýmis villandi og misvísandi skilaboð sem við fáum frá umhverfinu." Hún upplýsir í lokin að verið sé að þróa forvörn sem auðveldi konum að verja sig sjálfar gegn kynsjúkdómasmiti. "Þetta eru ákveðin veirudrepandi smyrsl sem lofa góðu en það vantar fjármagn til að flýta þeim rannsóknum. Það er því smokkurinn sem er áfram tryggasta vörnin. Þetta þarf unga fólkið og fólk almennt að hafa hugfast og bæði kynin verða að axla ábyrgð."
Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira