Menning

Gerir það sem er gaman

"Ég bý á Bifröst og æfi þar undir leiðbeiningum rosafíns stráks sem heitir Benni og er einkaþjálfari. Hann leiðbeinir mér mikið um mataræði og ýmsar æfingar. Ég reyni að lyfta þrisvar til fjórum sinnum í viku og syndi tvisvar sinnum í viku, að minnsta kosti einn kílómetra í senn. Það er mjög gott að hafa einkaþjálfara því hann kemur manni í gírinn og sýnir manni hvernig maður á að gera ýmsar æfingar," segir Elva Björk Barkardóttir en hún er á öðru ári í lögfræði í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. "Ég hugsa passlega mikið um mataræðið en ekki of mikið því þá myndi ég ekki nenna því. Ég geri þetta venjulega; hætti að drekka mikið gos og borða minna af brauði. Ég fer líka út að ganga með hundinn minn þannig að það má segja að ég geri sitt lítið af hverju. Eins og með mataræðið æfi ég ekki of mikið heldur bara það sem ég hef gaman af. Ég til dæmis syndi vegna þess að ég nenni ekki að hlaupa á hlaupabretti, mér finnst það bara ekki gaman," segir Elva en hún og kærastinn hennar, Erpur Eyvindarson, ætla að vera voðalega dugleg í ræktinni í jólafríinu. "Við erum búin að kaupa okkur kort í bænum og ætlum að æfa saman um helgar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.