Býr til skrautið sjálfur 24. nóvember 2004 00:01 Kalli Bjarni verður heima hjá sér um jólin í fyrsta skipti. "Við ætlum að vera í okkar eigin húsi og bjóða ættingjunum og halda okkar eigin jól. Við höfum alltaf verið heima hjá foreldrum okkar eða einhverjum öðrum en nú verðum við gestgjafarnir. "Þau hjónin eru ekki alveg búin að ákveða hvaða jólamat þau ætla að bjóða fjölskyldunni upp á en Alla hallast helst að kalkúni og Kalli Bjarni samþykkir það. Annars eiga þau því að venjast að jólamaturinn sé fjölbreyttur, eitthvað fyrir alla. Þau fara í kirkju klukkan sex og svo borða þau jólamatinn og opna pakka milli rétta. Eftirrétturinn er Ris a la mande með tilheyrandi möndlugjöf. Kalli Bjarni verður á fullu alla aðventuna að árita nýju plötuna sína og fylgja henni eftir og á ekki eftir að hafa mikinn tíma til að undirbúa jólin. Þó er hann harðákveðinn í einu: "Ég vil helst að við búum jólaskrautið að mestu leyti til sjálf. Dóttir okkar hefur einstaklega gaman af því að föndra og dunda sér eitthvað og ég get alveg föndrað þó ég segi sjálfur frá." Fyrsta aðfangadagskvöldið heima verður því örugglega haldið við óvenjufallegt og vel skreytt jólatré. Jól Mest lesið Kraftaverkasveinn á svölunum Jól Kertin á aðventukransinum Jól Merkimiðar fyrir jólapakkana Jól Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Býr til skrautið sjálfur Jól Þrír mætir konfektmolar Jól Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól
Kalli Bjarni verður heima hjá sér um jólin í fyrsta skipti. "Við ætlum að vera í okkar eigin húsi og bjóða ættingjunum og halda okkar eigin jól. Við höfum alltaf verið heima hjá foreldrum okkar eða einhverjum öðrum en nú verðum við gestgjafarnir. "Þau hjónin eru ekki alveg búin að ákveða hvaða jólamat þau ætla að bjóða fjölskyldunni upp á en Alla hallast helst að kalkúni og Kalli Bjarni samþykkir það. Annars eiga þau því að venjast að jólamaturinn sé fjölbreyttur, eitthvað fyrir alla. Þau fara í kirkju klukkan sex og svo borða þau jólamatinn og opna pakka milli rétta. Eftirrétturinn er Ris a la mande með tilheyrandi möndlugjöf. Kalli Bjarni verður á fullu alla aðventuna að árita nýju plötuna sína og fylgja henni eftir og á ekki eftir að hafa mikinn tíma til að undirbúa jólin. Þó er hann harðákveðinn í einu: "Ég vil helst að við búum jólaskrautið að mestu leyti til sjálf. Dóttir okkar hefur einstaklega gaman af því að föndra og dunda sér eitthvað og ég get alveg föndrað þó ég segi sjálfur frá." Fyrsta aðfangadagskvöldið heima verður því örugglega haldið við óvenjufallegt og vel skreytt jólatré.
Jól Mest lesið Kraftaverkasveinn á svölunum Jól Kertin á aðventukransinum Jól Merkimiðar fyrir jólapakkana Jól Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Býr til skrautið sjálfur Jól Þrír mætir konfektmolar Jól Sósan má ekki klikka Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól