Veira veldur frunsum 13. október 2005 15:02 Veiran herpes simplex 1 veldur þessum óskemmtilegu útbrotum á munnsvæðinu og smitast hún auðveldlega við snertingu. Saklaus koss getur valdið smiti. Arthur Löve, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans, segir fólk oftast smitast fyrst á unga aldri með tiltölulega vægum einkennum, svo sem bólgum í munni eða tannholdi. En smitið verður að jafnaði verra eftir því sem fólk smitast eldra. "Við fyrsta smit skríður veiran eftir taugaþráðum upp í taugahnoð sem er upp við heilann og situr veiran í því ævilangt. Af óþekktum ástæðum skríður hún öðru hvoru aftur niður á munnsvæðið og veldur frunsum á vörum," segir Arthur, en bætir því við að hún láti ekki á sér kræla hjá öllum og eru ástæður þess óþekktar. "Ekki er vitað af hverju hún fer af stað en það vill oft gerast við álag, svo sem við blæðingar hjá konum. Einnig er mjög algengt að fólk fái áblástur á skíðum eða í mikilli sól og birtu, en veiran getur líka látið á sér kræla alveg upp úr þurru án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu," segir Arthur. Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Veiran herpes simplex 1 veldur þessum óskemmtilegu útbrotum á munnsvæðinu og smitast hún auðveldlega við snertingu. Saklaus koss getur valdið smiti. Arthur Löve, yfirlæknir á veirufræðideild Landspítalans, segir fólk oftast smitast fyrst á unga aldri með tiltölulega vægum einkennum, svo sem bólgum í munni eða tannholdi. En smitið verður að jafnaði verra eftir því sem fólk smitast eldra. "Við fyrsta smit skríður veiran eftir taugaþráðum upp í taugahnoð sem er upp við heilann og situr veiran í því ævilangt. Af óþekktum ástæðum skríður hún öðru hvoru aftur niður á munnsvæðið og veldur frunsum á vörum," segir Arthur, en bætir því við að hún láti ekki á sér kræla hjá öllum og eru ástæður þess óþekktar. "Ekki er vitað af hverju hún fer af stað en það vill oft gerast við álag, svo sem við blæðingar hjá konum. Einnig er mjög algengt að fólk fái áblástur á skíðum eða í mikilli sól og birtu, en veiran getur líka látið á sér kræla alveg upp úr þurru án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu," segir Arthur.
Heilsa Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira