Leiðist eldhúsið 22. nóvember 2004 00:01 "Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
"Heimilið í heild sinni er minn uppáhaldstaður, nema eldhúsið því ég er alger eldhúsþræll á mínu heimili og maðurinn minn er algerlega vonlaus í allri eldamennsku, en mér finnst reyndar bara best að fara til mömmu í mat - mamma er best," segir Erla en telur upp kosti hvers króks og kima á heimilinu. "Klósettið klikkar ekki, í herbergi eldri dóttur minnar er tónlistin, hjá yngri dótturinni eru dýrin og hlýjan og hjá syni mínum eru fjörið og litirnir, "segir Erla og bætir við að hjónaherbergið sé náttúrulega góður staður og toppurinn á tilverunni sé að liggja í bólinu með góða bók og konfekt. "Eftirlætisstaðurinn er hérna við borðstofuborðið, en það miðstöð heimilisins, eða stjórnstöðin eins og ég kýs að kalla það. Ég vil hafa yfirsýn yfir allt sem gerist á heimilinu, enda vil ég hafa stjórn á öllu," segir Erla hlæjandi og bætir við að þarna gerist allt á heimilinu. "Núna er ég að undirbúa prófin fyrir skólann og sit hérna við borðið daginn út og daginn inn. Próftíminn er alltaf spennandi og lyftir upp hversdagsleikanum," segir Erla en hún kennir meðal annars sögu og stjórnmálafræði í Flensborgarskóla auk þess sem hún er að útbúa námsefni í kynfræðslu ásamt vinkonu sinni fyrir nemendur í 9. og 10. bekk., en hún segir að slíkt námsefni skorti verulega. Flestir þekkja Erlu þó sennilega úr Dúkkulísunum, þó hún segi bandið sennilega vera það hlédrægasta sem til er. "Við erum mjög feimnar og þegar við gerðum síðasta myndbandið okkar vildum við alls ekki sjást mikið. Allra síst sem glansandi bíkínigellur að nudda okkur utan í gæja, enda erum við í uppreisn gegn slíkum myndböndum og ímyndarvæðingu," segir Erla en myndbandið var tilnefnt til Eddunnar. Hugmyndina að myndbandinu segir hún hafa komið frá þeim og þær hafi unnið það í samstarfi við þá Stefán og Gunnar sem framleiddu það. "Við erum núna í hljóðveri að taka upp næsta lag og erum þegar komnar með hugmynd að næsta myndbandi, við viljum endilega vera með á Eddunni á næsta ári, við skemmtum okkur svo vel núna," segir Erla
Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira