Augnaðgerðir æ vinsælli 15. nóvember 2004 00:01 Um þrjátíu prósent manna þarf á einhverskonar sjónhjálpartækjum að halda og þeim fylgir bæði kostnaður og umstang. Laserskurðaðgerðir til að bæta sjón hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og njóta vaxandi vinsælda og í dag er þetta algengasta aðgerðin sem er framkvæmd á augum í Bandaríkjunum. Um þessar mundir eru þessar aðgerðir framkvæmdar á tveimur augnlæknastofum á Íslandi og kosta á bilinu 275.000 - 330.000 krónur fyrir bæði augun. Aðgerðin fer þannig fram að það er losað um örþunna yfirborðshimnu á auganu og með laser er lögun augans undir þessari himnu breytt lítillega þannig að fókusinn lendi skarpar á augnbotninum. Með þessum hætti er hægt að leiðrétta flesta sjónlagsgalla, nærsýni, sjónskekkju, fjarsýni og jafnvel snúa á byrjandi aldursfjarsýni með því að stilla augun misjafnlega eins og áður var sagt. Tuttugu og fimm ár eru síðan fyrstu frumstæðu laseraðgerðirnar voru gerðar á augum og að sögn lækna reynast þær aðgerðir vera stöðugar. Kostnaðurinn vex fólki í augum en hægt er að borga aðgerðina með raðgreiðslum í allt að þrjú ár og mánaðarkostnaðurinn er svipaður og sá sem fylgir linsunotkun. Þeir sem eru orðnir þreyttir á að byrja daginn á því að fálma eftir gleraugunum sínum á náttborðinu eiga nú möguleika á bættri sýn á lífið og tilveruna. Heilsa Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Um þrjátíu prósent manna þarf á einhverskonar sjónhjálpartækjum að halda og þeim fylgir bæði kostnaður og umstang. Laserskurðaðgerðir til að bæta sjón hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum og njóta vaxandi vinsælda og í dag er þetta algengasta aðgerðin sem er framkvæmd á augum í Bandaríkjunum. Um þessar mundir eru þessar aðgerðir framkvæmdar á tveimur augnlæknastofum á Íslandi og kosta á bilinu 275.000 - 330.000 krónur fyrir bæði augun. Aðgerðin fer þannig fram að það er losað um örþunna yfirborðshimnu á auganu og með laser er lögun augans undir þessari himnu breytt lítillega þannig að fókusinn lendi skarpar á augnbotninum. Með þessum hætti er hægt að leiðrétta flesta sjónlagsgalla, nærsýni, sjónskekkju, fjarsýni og jafnvel snúa á byrjandi aldursfjarsýni með því að stilla augun misjafnlega eins og áður var sagt. Tuttugu og fimm ár eru síðan fyrstu frumstæðu laseraðgerðirnar voru gerðar á augum og að sögn lækna reynast þær aðgerðir vera stöðugar. Kostnaðurinn vex fólki í augum en hægt er að borga aðgerðina með raðgreiðslum í allt að þrjú ár og mánaðarkostnaðurinn er svipaður og sá sem fylgir linsunotkun. Þeir sem eru orðnir þreyttir á að byrja daginn á því að fálma eftir gleraugunum sínum á náttborðinu eiga nú möguleika á bættri sýn á lífið og tilveruna.
Heilsa Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira