Fiskur í hátíðarbúningi 15. nóvember 2004 00:01 Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru aðdáendur fisks. Svo eru kannski einhverjir orðnir uppgefnir á kjötmetinu á annan í jólum, eftir að hafa borðað yfir sig af því á aðfangadagskvöld og jóladag og þykir gott að skipta yfir í fiskinn. Í það minnsta er kjörið að fríska upp á hlaðborð á annan með því að bera fram fisk í bland við kjötafganga.Bakaður lax með eplum:800 gr laxaflök roðlaus/ beinlaus 4 stk græn epli 4 msk. ólífuolía Salt og pipar Eplin eru skræld og gróf söxuð. Ólífuolíunni er blandað saman við. Laxinn er skorinn í fjórar 200 gr. steikur, kryddaður með salti og pipar og settur í form. Eplin sett yfir og bakað í 12 mín. Við 180 °c.Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt salat og jógúrtssósu. Bakaður saltfiskur með tómatmauki:800 gr. saltfiskflök beinlaus 1 dós tómatmauk 3 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt soyasósa ólífuolía svartur pipar Saltfiskurinn er skorinn í fjórar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífuolíu. Tómatarnir eru skornir í teninga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og soyasósunni blandað útí og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Saltfiskurinn er látinn í 180°c heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínútur.Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring lengur. Lax Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Fiskur í einhverju formi getur verið góður kostur á jólaborðið. Þótt algengast sé að einhvernskonar kjöt sé haft í hátíðamatinn hér á landi þá eru ekki allir sem leggja sér það til munns af einhverjum ástæðum. Sumir þeirra eru aðdáendur fisks. Svo eru kannski einhverjir orðnir uppgefnir á kjötmetinu á annan í jólum, eftir að hafa borðað yfir sig af því á aðfangadagskvöld og jóladag og þykir gott að skipta yfir í fiskinn. Í það minnsta er kjörið að fríska upp á hlaðborð á annan með því að bera fram fisk í bland við kjötafganga.Bakaður lax með eplum:800 gr laxaflök roðlaus/ beinlaus 4 stk græn epli 4 msk. ólífuolía Salt og pipar Eplin eru skræld og gróf söxuð. Ólífuolíunni er blandað saman við. Laxinn er skorinn í fjórar 200 gr. steikur, kryddaður með salti og pipar og settur í form. Eplin sett yfir og bakað í 12 mín. Við 180 °c.Með þessum rétti er gott að bera fram ferskt salat og jógúrtssósu. Bakaður saltfiskur með tómatmauki:800 gr. saltfiskflök beinlaus 1 dós tómatmauk 3 stk. tómatar 2 stk. hvítlauksrif 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 2 tsk. sæt soyasósa ólífuolía svartur pipar Saltfiskurinn er skorinn í fjórar 200 gr steikur, settur í eldfast mót sem er vel smurt með ólífuolíu. Tómatarnir eru skornir í teninga og steiktir í ólífuolíu í potti ásamt fínt söxuðum hvítlauknum. Tómatmaukinu úr dósinni er blandað saman við. Því næst er saltinu, sykrinum og soyasósunni blandað útí og þetta látið krauma við lágan hita í 15 mínútur. Saltfiskurinn er látinn í 180°c heitan ofn og bakaður þar í ca 10 mínútur.Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflusalati. Ath. Þegar saltfiskur er ekki eldaður í vatni þarf að útvatna hann um hálfum sólarhring lengur.
Lax Saltfiskur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira