Keppendur í Galaxy Fitness 8. nóvember 2004 00:01 Nú styttist óðum í Galaxy Fitness keppnina en forkeppnin var síðastliðinn sunnudag. Sjálf keppnin er svo um næstu helgi, 13. til 14. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er því síðasta vikan sem keppendurnir hafa í undirbúningi en margt hefur gerst síðan Fréttablaðið talaði við þá síðast. Ívar Guðmundsson æfir enn af krafti en því miður þurfti Sólveig Einarsdóttir að skrá sig úr keppni vegna meiðsla á öxl. "Ég er frekar sár því allt sem ég hef unnið að er ónýtt. Ég meiddist á öxl og er dottin úr keppninni. Ég hef farið tvisvar sinnum úr axlarlið áður. Samkvæmt læknisráði væri heimska að fara í keppnina og gera einhverjar tíu eða fimmtán armbeygjur. Líf mitt náttúrlega hrundi þegar þetta gerðist og mér leið ömurlega. Þetta eyðilagði algjörlega andann hjá mér," segir Sólveig Einarsdóttir, sem þurfti að hætta keppni vegna meiðsla. Sólveig er samt ekki af baki dottin og ætlar að fara á keppnina og fylgjast með hinum spreyta sig. "Það kemur mót eftir þetta mót og auðvitað fer ég á keppnina og horfi á hina." "Ég er mjög fínn og allt er í góðum gír hjá mér. Nú er síðasta vikan fyrir keppni og þá er mikilvægt að hvíla sig vel. Ég tek síðustu æfinguna mína í dag eða í fyrramálið og hvíli síðan fram að keppninni. Ég verð að fá góða hvíld svo ég geti komið óþreyttur í keppnina," segir Ívar Guðmundsson, annar keppendanna sem Fréttablaðið hefur fylgst með síðustu vikur. "Ég held mataræðinu mjög stífu alveg fram á keppnisdag. Það er ekki gott að breyta út af vananum því þá gæti maður lent í vondum málum. Ég stunda létta hreyfingu eins og til dæmis göngu til að halda mér við," segir Ívar en síðasta vikan er mikið til fínpússing fyrir keppnina. "Núna hætti ég í ljósum og fer að snúa mér að brúnkukreminu. Maður þarf að byrja að gera tilraunir með það þrem dögum áður. Það er viss brúnn litur sem ég verð að ná sem sýnir mestan skurð." Ívar hlakkar að vonum mikið til keppninnar og lætur ekkert stöðva sig. "Þetta verður mjög gaman og það jákvæða er að keppnin er mjög skemmtileg. Keppendur hafa gaman af og styðja og hvetja hvern annan þó þetta sé keppni. Lykilatriði í svona keppni er náttúrlega stemningin og áhorfendurnir spila þar stórt hlutverk. Oft eru heilu stuðningsmannaliðin með sumum keppendum, sem er mjög gaman." Ívar segir að hvíldin sé mikilvægust og reynir því að taka því rólega þessa dagana.Mynd/E.Ól Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Nú styttist óðum í Galaxy Fitness keppnina en forkeppnin var síðastliðinn sunnudag. Sjálf keppnin er svo um næstu helgi, 13. til 14. nóvember í Laugardalshöll. Þetta er því síðasta vikan sem keppendurnir hafa í undirbúningi en margt hefur gerst síðan Fréttablaðið talaði við þá síðast. Ívar Guðmundsson æfir enn af krafti en því miður þurfti Sólveig Einarsdóttir að skrá sig úr keppni vegna meiðsla á öxl. "Ég er frekar sár því allt sem ég hef unnið að er ónýtt. Ég meiddist á öxl og er dottin úr keppninni. Ég hef farið tvisvar sinnum úr axlarlið áður. Samkvæmt læknisráði væri heimska að fara í keppnina og gera einhverjar tíu eða fimmtán armbeygjur. Líf mitt náttúrlega hrundi þegar þetta gerðist og mér leið ömurlega. Þetta eyðilagði algjörlega andann hjá mér," segir Sólveig Einarsdóttir, sem þurfti að hætta keppni vegna meiðsla. Sólveig er samt ekki af baki dottin og ætlar að fara á keppnina og fylgjast með hinum spreyta sig. "Það kemur mót eftir þetta mót og auðvitað fer ég á keppnina og horfi á hina." "Ég er mjög fínn og allt er í góðum gír hjá mér. Nú er síðasta vikan fyrir keppni og þá er mikilvægt að hvíla sig vel. Ég tek síðustu æfinguna mína í dag eða í fyrramálið og hvíli síðan fram að keppninni. Ég verð að fá góða hvíld svo ég geti komið óþreyttur í keppnina," segir Ívar Guðmundsson, annar keppendanna sem Fréttablaðið hefur fylgst með síðustu vikur. "Ég held mataræðinu mjög stífu alveg fram á keppnisdag. Það er ekki gott að breyta út af vananum því þá gæti maður lent í vondum málum. Ég stunda létta hreyfingu eins og til dæmis göngu til að halda mér við," segir Ívar en síðasta vikan er mikið til fínpússing fyrir keppnina. "Núna hætti ég í ljósum og fer að snúa mér að brúnkukreminu. Maður þarf að byrja að gera tilraunir með það þrem dögum áður. Það er viss brúnn litur sem ég verð að ná sem sýnir mestan skurð." Ívar hlakkar að vonum mikið til keppninnar og lætur ekkert stöðva sig. "Þetta verður mjög gaman og það jákvæða er að keppnin er mjög skemmtileg. Keppendur hafa gaman af og styðja og hvetja hvern annan þó þetta sé keppni. Lykilatriði í svona keppni er náttúrlega stemningin og áhorfendurnir spila þar stórt hlutverk. Oft eru heilu stuðningsmannaliðin með sumum keppendum, sem er mjög gaman." Ívar segir að hvíldin sé mikilvægust og reynir því að taka því rólega þessa dagana.Mynd/E.Ól
Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira