Herragarður í Mosfellsdal 1. nóvember 2004 00:01 Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur Hús og heimili Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þeir sem leið eiga um Mosfellsdal veita eflaust athygli nýbyggingum sem sprottið hafa upp á síðustu misserum skammt fyrir neðan Gljúfrastein, á hægri hönd þegar ekið er upp dalinn. Stíllinn minnir á danskan herragarð og frágangur allur er eftirtektarverður. Álplötur eru á þakinu sem eru eftirlíkingar, gluggarnir gamaldags með litlum rúðum og nokkrir vinalegir kvistir prýða þekjuna. Þá er eitt ótalið en það eru sperruendarnir sem njóta sín útskornir undir þakskegginu. Húsið er teiknað af Páli Val Bjarnasyni arkitekti en sá sem heiðurinn á af handbragðinu heitir Örn og er Haraldsson. Hann er húsasmiður og hefur verið að byggja þetta slot fyrir bróður sinn, Ólaf. Saman munu þeir nýta hesthúsið fyrir gæðingana sína en smíði þess er ekki að fullu lokið. Allt hefur þetta þorp samt risið með undra skjótum hætti. "Það var hafist handa í júlí í fyrra. Þá var byrjað að grafa," segir Örn og heldur áfram. "Svo var flutt inn í íbúðarhúsið um páskana í vor. Það var unnið dag og nótt." Hann viðurkennir að hafa auk þess verið að nánast öll kvöld og allar helgar síðan. "Það er gaman að byggja þetta hús, enda ekkert líkt því sem maður er að fást við daglega," segir hann. "Ég hef aldrei byggt svona áður og slíkt gerist áreiðanlega ekki aftur." Aðspurður upplýsir hann að íbúðarhúsið með tvöföldum bílskúr sé 300 fermetrar að grunnfleti en loft sé yfir stærstum hluta þess svo líklega séu um 400 fermetrar nýtanlegir. "Þó er ekki ris yfir hluta stofunnar og þar er 7 m lofthæð," segir hann. Enn er svolítið ógert af útiverkum við húsið, til dæmis blikkfrágangur á göflunum og kjölurinn á þakið. Eins þarf að klára hesthúsið fyrir jól svo hægt verði að hýsa hrossin. Eftir er að ganga frá þaki hússins, bæði að innanverðu og að setja álið á, smíða stalla, kaffistofu, snyrtingu og fleira. Örn telur ekki eftir sér að vinna við það nokkur kvöld og helgar svo klárarnir þeirra bræðra hafi húsaskjól um jól. Nú standa þeir á beit á landskika sem Ólafur á neðan við nýbygginguna. Að sögn Arnar er búið að deiliskipuleggja þetta svæði allt sunnan við veginn og hið nýja hús telst til Roðamóa 19. Engin er samt gatan nema heimkeyrslan að herragarðinum. Enda hefur Örn lög að mæla þegar hann segir: "Svona hús verður að standa þar sem það hefur land í kringum sig og nýtur sín."Smiðurinn stúderaði gömul hús við Lækjargötuna í Reykjavík til að líkja eftir frágangi sperranna.Mynd/PjeturStofan er í útbyggingunni og þar er 7 metra lofthæð.Mynd/PjeturÖrn Haraldsson hefur séð um smíðina og haft gaman af.Mynd/Pjetur
Hús og heimili Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira