Lummur 28. október 2004 00:01 Lummur eða klattar er bæði saðsamt og gott meðlæti með kaffi, mjólk eða kakói. Það kætir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt að grípa til þegar gesti ber óvænt að garði. Lummur eru bakaðar úr fremur þykku degi og nauðsynlegt er að bera feiti undir á pönnuna því engin feiti er í deginu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann ekki of mikinn á plötunni. Í seinni tíð hafa lummur ekki verið í tísku og jafnvel þótt frekar "lummó" en ótrúlega margir sem fúlsa við lummum gína við amerískum pönnukökum sem eru þó í raun sami hluturinn. Lummur eða amerískar pönnukökur 5 dl hveiti 4 msk. sykur 4 tsk. lyfitduft 1 tsk. salt 6 msk. bragðlítil olía 5 dl súrmjólk/mjólk (best er að blanda um það bil til helminga) 2 egg (3 ef maður vill hafa meira við) Blandið þurrefnum í skál. Þeytið því sem fljótandi er í hrærivél eða með gaffli og blandið loks því þurra og blauta saman þar til það hefur jafnast vel. Hitið pönnu (gjarnan pönnukökupönnu -- en má vera hvaða panna sem er) og setjið á hana smjörklípu. Best er að hella deiginu á pönnuna með lítilli ausu til að ná lummunum öllum álíka stórum. Þegar yfirborð lummunnar er orðið þakið loftbólum er mál að snúa henni við. Ýmis tilbrigði má hafa við þessar lummur sem líka má kalla amerískar pönnukökur. Til dæmis má minnka sykurinn, nota hrásykur eða sleppa sykrinum alveg, blanda saman hvítu hveiti og heilhveiti. Þá má nota til dæmis ólífuolíu í stað olíu með hlutlausu bragði eða krydda með engifer eða kanil svo dæmi séu tekin. Loks má setja brytjaða ávexti eða ber í deigið. Grautarlummur 300 g grautur 100 g hveiti 1/2 tesk. natron 1 egg 2 dl mjólk 1 dl rúsínur kardemommur Nota má hvort sem er grjónagraut eða hafragraut og hann er hrærður þar til hann er jafn. Þá er þurrefninu blandað út í til skiptist við eggið og mjólkina. Rúsínurnar settar síðast. Lummurnar settar með skeið á olíuborna pönnu í smá klatta og bakaðar á báðum hliðum. Borðaðar með sykri eða sultu. Hvunndagsklattar 4 dl hveiti 2 dl sigtimjöl eða heilhveiti 1 tesk. kanill 1 tesk. natron 1/2 tesk. salt 2 egg 1 msk. hunang 2 msk. púðursykur 1 rifið epli 5 dl mjólk Allt hrært saman. Þurrefnin fyrst. Bakað á pönnukökupönnu eða annarri pönnu sem svolítil feiti er borin á fyrst. Bestir eru klattarnir heitir með hlynsýrópi eða sykri. Þeyttur rjómi er munaður með.Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella.Mynd/GVAHvunndagsklattarnir eru með léttu kanilbragði.Mynd/GVA Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lummur eða klattar er bæði saðsamt og gott meðlæti með kaffi, mjólk eða kakói. Það kætir börnin í kaffitímanum og er líka sérlega fljótlegt að grípa til þegar gesti ber óvænt að garði. Lummur eru bakaðar úr fremur þykku degi og nauðsynlegt er að bera feiti undir á pönnuna því engin feiti er í deginu. Einnig þarf að gæta þess að hafa hitann ekki of mikinn á plötunni. Í seinni tíð hafa lummur ekki verið í tísku og jafnvel þótt frekar "lummó" en ótrúlega margir sem fúlsa við lummum gína við amerískum pönnukökum sem eru þó í raun sami hluturinn. Lummur eða amerískar pönnukökur 5 dl hveiti 4 msk. sykur 4 tsk. lyfitduft 1 tsk. salt 6 msk. bragðlítil olía 5 dl súrmjólk/mjólk (best er að blanda um það bil til helminga) 2 egg (3 ef maður vill hafa meira við) Blandið þurrefnum í skál. Þeytið því sem fljótandi er í hrærivél eða með gaffli og blandið loks því þurra og blauta saman þar til það hefur jafnast vel. Hitið pönnu (gjarnan pönnukökupönnu -- en má vera hvaða panna sem er) og setjið á hana smjörklípu. Best er að hella deiginu á pönnuna með lítilli ausu til að ná lummunum öllum álíka stórum. Þegar yfirborð lummunnar er orðið þakið loftbólum er mál að snúa henni við. Ýmis tilbrigði má hafa við þessar lummur sem líka má kalla amerískar pönnukökur. Til dæmis má minnka sykurinn, nota hrásykur eða sleppa sykrinum alveg, blanda saman hvítu hveiti og heilhveiti. Þá má nota til dæmis ólífuolíu í stað olíu með hlutlausu bragði eða krydda með engifer eða kanil svo dæmi séu tekin. Loks má setja brytjaða ávexti eða ber í deigið. Grautarlummur 300 g grautur 100 g hveiti 1/2 tesk. natron 1 egg 2 dl mjólk 1 dl rúsínur kardemommur Nota má hvort sem er grjónagraut eða hafragraut og hann er hrærður þar til hann er jafn. Þá er þurrefninu blandað út í til skiptist við eggið og mjólkina. Rúsínurnar settar síðast. Lummurnar settar með skeið á olíuborna pönnu í smá klatta og bakaðar á báðum hliðum. Borðaðar með sykri eða sultu. Hvunndagsklattar 4 dl hveiti 2 dl sigtimjöl eða heilhveiti 1 tesk. kanill 1 tesk. natron 1/2 tesk. salt 2 egg 1 msk. hunang 2 msk. púðursykur 1 rifið epli 5 dl mjólk Allt hrært saman. Þurrefnin fyrst. Bakað á pönnukökupönnu eða annarri pönnu sem svolítil feiti er borin á fyrst. Bestir eru klattarnir heitir með hlynsýrópi eða sykri. Þeyttur rjómi er munaður með.Grauturinn gerir lummurnar mýkri en ella.Mynd/GVAHvunndagsklattarnir eru með léttu kanilbragði.Mynd/GVA
Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira