Menning

Meðfædd eining vakin á ný

Í Jógasetrinu Brautarholti 20 er Sahaja-jóga kennt í sjálfboðavinnu. Kennarinn Rita Defruyt frá Belgíu segir það vera í samræmi við fordæmi frumkvöðuls Sahaja, hinnar indversku Shri Mataji Nirmala Devi. Kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar og er mælt með því við iðkendur að þeir hugleiði við mynd af Shri til að auka hughrifin. Markmiðið með Sahaja að vekja upp svokallað Kundalini, afl sem tengist alheimsorkunni, en með því megi vinna á ýmsum kvillum og öðlast andlegt og líkamlegt jafnvægi. "Í hverjum einstaklingi býr orkukerfi sem byggt er upp af sjö orkustöðvum, Kundalini og Andanum," segir Rita. "Sahaja-jóga snýst um að virkja þetta orkukerfi til að ná aftur því jafnvægi og einingu við annað fólk sem við fæddumst með en höfum glatað á leiðinni, en Sahaja-jóga merkir einmitt meðfædd eining. Mannkynið getur vaxið sameiginlega með því að samræma öll trúarkerfi, en Kundalini-vakning á sér samstæðu í öllum trúarbrögðum, svo sem endurfæðingu eða heilagan anda í kristni og uppljómun í búddisma. Shri bendir okkur á að friður í heiminum verði ekki tryggður fyrr en við höfum öðlast jafnvægi og frið í okkar eigin sálarrótum." Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér Sahaja-jóga geta mætt í Jógasetrið, en þar er tekið við byrjendum öll mánudagskvöld klukkan 20, eða kynnt sér heimasíðuna sahajayogaisland.org.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.