Kaldaljós með flestar tilnefningar 25. október 2004 00:01 Kvikmyndin Kaldaljós, sem Hilmar Oddsson gerði eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur hlýtur flestar tilnefningar til Eddunnar, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarspakademíunnar í ár. Kaldaljós er ein þriggja mynda sem tilnefndar eru sem bíómynd ársins. Hinar eru Dís eftir Silju Hauksdóttur og Næsland Friðriks Þórs Friðrikssonar. Kaldaljós var nýlega valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna en valið stóð á milli hennar og Dísar. Í umsögn dómnefndar segir að í Kaldaljósi miðli skáldsöguættaður bræðingur fortíðar og samtíðar séríslenskum áhrifum þróunarsögu sem dragi dám af umhverfi síhvikullar birtu og þjóðtrúar. Feðgarnir Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson eru báðir tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum leikari ársins í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós. Þeir feðgar unnu í sumar til verðlauna á Festroia kvikmyndahátíð fyrir leik sinn í myndinni. Áslákur fékk verðlaun sem besti nýliðinn og Ingvar hlaut Silfur-höfrunginn sem besti leikari í aðalhlutverki. Þá eru þrjár leikkonur tilnefndar til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kaldaljósi, þær Helga Braga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Snæfríður Ingvarsdóttir. Allar eru tilnefndar í flokknum leikari/leikkona ársins í aukahlutverki. Myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar í Kaldaljósi er einnig tilnefnd til Edduverðlauna í flokknum hljóð og mynd. Sjálfstætt fólk á Stöð 2, fréttaskýringaþáttur Sjónvarpsins Í brennidepli og Fólk með Sirrý á Skjá einum, eru tilnefndir sem sjónvarpsþættir ársins. Idol stjörnuleit, Svínasúpan og Soaugstofan, hlutu tilnefningu í flokknum skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður hlýtur heiðursverðlaun akademíunnar í ár. Hægt er að skoða tilnefningar í öllum flokkum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hér á Vísi. Þá verður einnig hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslu og hefur val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Eddan Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Kaldaljós, sem Hilmar Oddsson gerði eftir samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur hlýtur flestar tilnefningar til Eddunnar, verðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarspakademíunnar í ár. Kaldaljós er ein þriggja mynda sem tilnefndar eru sem bíómynd ársins. Hinar eru Dís eftir Silju Hauksdóttur og Næsland Friðriks Þórs Friðrikssonar. Kaldaljós var nýlega valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna en valið stóð á milli hennar og Dísar. Í umsögn dómnefndar segir að í Kaldaljósi miðli skáldsöguættaður bræðingur fortíðar og samtíðar séríslenskum áhrifum þróunarsögu sem dragi dám af umhverfi síhvikullar birtu og þjóðtrúar. Feðgarnir Ingvar E. Sigurðsson og Áslákur Ingvarsson eru báðir tilnefndir til Edduverðlauna í flokknum leikari ársins í aðalhlutverki, fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós. Þeir feðgar unnu í sumar til verðlauna á Festroia kvikmyndahátíð fyrir leik sinn í myndinni. Áslákur fékk verðlaun sem besti nýliðinn og Ingvar hlaut Silfur-höfrunginn sem besti leikari í aðalhlutverki. Þá eru þrjár leikkonur tilnefndar til Edduverðlauna fyrir leik sinn í Kaldaljósi, þær Helga Braga Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Snæfríður Ingvarsdóttir. Allar eru tilnefndar í flokknum leikari/leikkona ársins í aukahlutverki. Myndataka Sigurðar Sverris Pálssonar í Kaldaljósi er einnig tilnefnd til Edduverðlauna í flokknum hljóð og mynd. Sjálfstætt fólk á Stöð 2, fréttaskýringaþáttur Sjónvarpsins Í brennidepli og Fólk með Sirrý á Skjá einum, eru tilnefndir sem sjónvarpsþættir ársins. Idol stjörnuleit, Svínasúpan og Soaugstofan, hlutu tilnefningu í flokknum skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi. Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður hlýtur heiðursverðlaun akademíunnar í ár. Hægt er að skoða tilnefningar í öllum flokkum Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hér á Vísi. Þá verður einnig hægt að taka þátt í atkvæðagreiðslu og hefur val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar.
Eddan Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira