Klapparstígur 11 rís úr öskustónni 25. október 2004 00:01 Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán Hús og heimili Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira
Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán
Hús og heimili Mest lesið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Fleiri fréttir Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Sjá meira