Flókinn heilaþvottur Egill Helgason skrifar 24. október 2004 00:01 Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Laugarásbíó: The Manchurian Candidate The Manchurian Candidate er frekar boring og langsótt endurgerð á gamla kaldastríðsþrillernum með sama nafni, gerðum 1962. Sú mynd - með Frank Sinatra, Laurence Harvey og Angela Lansbury í aðalhlutverkum - lýsti fullkomlega paranoiu kalda stríðsins, djöfullegum plottum og órum um heilaþvott. Hún telst vera í flokki klassískra kvikmynda. Þessi mynd reynir nokkuð samviskusamlega að feta í fótsporin - þetta er pólitísk spennumynd með óvæntum vendingum í söguþræði. Mansjúría sem í fyrri myndinni var nafn á landsvæði undir stjórn kommúnista er nú orðin ofurvaldamikill auðhringur. Kóreustríðið er Írak. Vondu kapítalistarnir eru með mjög flóknum vélarbrögðum að reyna að koma ungum stjórnmálamanni sem þeir hafa heilaþvegið í Hvíta húsið. Hængurinn er auðvitað sá að þeir eru þegar búnir að því, með allmiklu einfaldari hætti en í myndinni. Að því leyti er þetta nokkuð raunverulegt - það mætti jafnvel skilja myndina sem ádeilu. En þá ætti hún í rauninni að heita The Haliburton Candidate en varaforsetaefnið djöfullega væri Dick Cheney.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira