Vísir í samstarf við ÍKSA um Eddu 19. október 2004 00:01 Björn Br. Björnsson, stjórnarmaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) og Ásmundur Helgason, markaðsstjóri Fréttablaðsins, skrifuðu í gær undir samning um samstarf Fréttablaðsins og Vísis við Edduverðlaunin til þriggja ára. "Fréttablaðið er með mikla útbreiðslu, er mikið lesið og nær vel til ungs fólks," segir Björn þegar hann var spurður hvernig honum litist á samstarfið. "Við erum mjög ánægð með samstarfið," segir Ásmundur. "Með þessu lítum við svo á að það sé verið að styðja við listir í landinu." Mánudaginn 25. október verða tilnefningar til Edduverðlaunanna í 14 flokkum birtar hér á Vísi og í Fréttablaðinu. Þá getur fólk einnig byrjað að kjósa á Vísi, þar sem allar upplýsingar um verðlaunin verður að finna. Auk þess verður hægt að horfa á sjónvarpsmyndir af öllum tilnefningum í öllum flokkum og margt fleira. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. "Það hefur oftar en einu sinni gerst að atkvæði almennings ráði hver verður sigurvegari," segir Björn. "Það er af því val almennings er oft afdráttarlausara en val akademíunnar." Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einhvern af öllu því sjónvarpsfólki sem prýðir skjáinn. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu þann 14 nóvember í Sjónvarpinu og hér á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum. Eddan Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Björn Br. Björnsson, stjórnarmaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) og Ásmundur Helgason, markaðsstjóri Fréttablaðsins, skrifuðu í gær undir samning um samstarf Fréttablaðsins og Vísis við Edduverðlaunin til þriggja ára. "Fréttablaðið er með mikla útbreiðslu, er mikið lesið og nær vel til ungs fólks," segir Björn þegar hann var spurður hvernig honum litist á samstarfið. "Við erum mjög ánægð með samstarfið," segir Ásmundur. "Með þessu lítum við svo á að það sé verið að styðja við listir í landinu." Mánudaginn 25. október verða tilnefningar til Edduverðlaunanna í 14 flokkum birtar hér á Vísi og í Fréttablaðinu. Þá getur fólk einnig byrjað að kjósa á Vísi, þar sem allar upplýsingar um verðlaunin verður að finna. Auk þess verður hægt að horfa á sjónvarpsmyndir af öllum tilnefningum í öllum flokkum og margt fleira. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. "Það hefur oftar en einu sinni gerst að atkvæði almennings ráði hver verður sigurvegari," segir Björn. "Það er af því val almennings er oft afdráttarlausara en val akademíunnar." Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einhvern af öllu því sjónvarpsfólki sem prýðir skjáinn. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu þann 14 nóvember í Sjónvarpinu og hér á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.
Eddan Menning Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira