Uppáhaldsbygging Reynis Vilhjálms 19. október 2004 00:01 "Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA Hús og heimili Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
"Mér finnst margar ægifagrar byggingar á höfuðborgarsvæðinu," segir Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt. "Við eigum marga góða arkitekta sem hafa gert fína hluti. Ég vildi samt fá að nefna tvær athyglisverðar og vel útfærðar byggingar frekar en þá fallegustu og þar er þá fyrst að nefna ráðhúsið okkar sem mér finnst sérlega vel heppnað, Það er vegna þess hvernig þar er tekið á hlutunum og hversu mikill landslagsarkitektúr er í byggingunni. Þá er ég ekki síst að tala um mosavegginn og hversu vel byggingin fellur inn í umhverfið. Önnur bygging sem mig langar að nefna er Tjaldmiðstöðin í Laugardal sem Manfreð Vilhjálmsson teiknaði. Hann notar þar klömbruhleðslu og byggir húsið eins og það sé tjald með þaki sem hleypir ljósinu í gegn. Afar vel heppnað," segir Reynir. Reynir er ánægður með hvernig Reykjavík hefur þróast og finnst ekki sanngjarnt að við berum okkur saman við elstu og fallegustu borgir í Evrópu. "Reykjavík er ung borg í miklum vexti og ég er til dæmis alveg ósammála því að miðbærinn sé ljótur og eins og maður heyrir stundum fólk segja. Það er auðvitað alltaf eitthvað sem mætti betur fara en við verðum að hafa í huga að borgir erlendis hafa líka tvö andlit. Þar er að finna úthverfi sem eru ekki meira spennandi en okkar og það sem gæðir miðbæina lífi í erlendum borgum eru ekki síst ferðamennirnir." Nú stendur yfir í Gerðubergi sjónþing um verk Reynis. "Já, það er nú næstum þannig að manni finnst nóg um," segir Reynir hlæjandi. "Ég er orðinn sjötugur og finnst eiginlega nóg um alla athyglina, En ætli ég sé nokkuð hættur," bætir hann við brosandi. "Ég var að horfa á þátt í sjónvarpinu um kínverska arkitektinn I.M Pei sem var orðinn 78 ára þegar hann teiknaði Louvre-píramídann. Kannski er ég bara rétt að byrja," segir Reynir og hlær dátt að lokum.Tjaldmiðstöðin í Laugardal er einnig vel heppnuð bygging að mati Reynis.Mynd/GVA
Hús og heimili Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira