Markaðir hækka ekki endalaust 15. október 2004 00:01 Verð á hlutabréfum á Íslandi hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Úrvalsvísitalan, sem mælir verðþróun í fimmtán fyrirtækjum í Kauphöll Íslands, er nú meira en tvöfalt hærri en hún var fyrir ári og ávöxtunin frá áramótum er hátt í níutíu prósent. Greiningardeildir bankanna hafa í auknum mæli haft uppi varúðarorð til þeirra sem fylgjast með markaðinum og í máli þeirra hefur komið fram að ýmislegt í verðlagningu íslenskra fyrirtækja sé ekki hægt að réttlæta með tilliti til raunverulegrar rekstrarstöðu fyrirtækjanna. Þrátt fyrir þetta er engin leið að segja til um hvenær verð á hlutabréfum lækki á ný eða lát verði á hinum ævintýralegu hækkunum. Sagan sýnir okkur hins vegar það að hvergi í heiminum hefur hlutabréfaverð skilað ávöxtun sem er langt umfram hagvöxt og efnahagsframfarir til langs tíma litið. Reynslan sýnir einnig að þegar óraunhæfar væntingar taka sér bólfestu í hugum fjárfesta þá endar það aðeins á einn veg - markaðir leiðrétta sig. Hvort þetta gerist eftir sex mánaða eða þriggja ára uppsveiflu er engin leið að segja til um. Slík leiðrétting þarf ekki nauðsynlega að fela í sér hrun á verðbréfamörkuðum og svo annarri uppsveiflu skömmu síðar. Á mörkuðum hafa liðið áratugir þar sem fjárfestingar í hlutabréfum skila jafnmikilli eða minni ávöxtun heldur en til dæmis skuldabréf eða bankabækur. Síðustu ár og áratugir, með sínum fjölmörgu tækifærum til ævintýralegrar ávöxtunar og miklum sveiflum á mörkuðum, eru ekki endilega hið eðlilega ástand á mörkuðum. Greiningardeildir og verðbréfamiðlarar segja að enn sem komið sé hafi almenningur ekki steypt sér inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn af sama krafti og var í lok síðasta áratugar. Þá var varla nokkur maður með mönnum nema hann væri með símanúmer hjá verðbréfamiðlara í hraðvalinu og ætti vel dreifða eign í nokkrum fyrirtækjum á gráa markaðinum; til dæmis Íslandssíma, Oz og Skynet Telematics. Fæstir einstaklingar komust óskaddaðir frá spákaupmennsku í síðustu uppsveiflu og vafalaust hefur sú reynsla orðið til þess að almenningur hefur á síðustu árum látið það vera að taka þátt í kapphlaupinu. Hins vegar klæjar eflaust marga í fjárfestingarfingurna nú þegar þeir hafa fylgst með ótrúlegum hækkunum á markaði á síðsasta ári og velta fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að freista gæfunnar á ný. Vera má að enn leynist tækifæri á markaðinum en þeim fer fækkandi. Það væri slæmt fyrir þróun íslensks fjármálamarkaðar ef almenningur ofmetur á ný ávöxtunarmöguleika á hlutabréfamarkaði og kemur laskaður út úr fjárfestingum á markaði. Það er mikilvægt að almenningur sé þátttakandi á hlutabréfamarkaði og myndi sér eðlilegar væntingar um ávöxtun. Þátttaka í hlutabréfaviðskiptum getur verið arðsöm iðja fyrir þá sem eru skynsamir, þolinmóðir og heppnir. Þeir sem sjá hlutabréfamarkaðinn sem tækifæri til skjótfengins gróða enda hins vegar gjarnan í sömu sporum og þeir sem halda að þeir geti haft lífsviðurværi af spilakössum. Til þess að lenda hins vegar ekki vitlausu megin við uppsveiflurnar þarf að fylgjast með mörkuðum, ekki bara þegar vel gengur heldur einnig þegar verr gengur, og vera tilbúinn að fjárfesta í hlutabréfum þegar trú á þeim er almennt lítið. Þannig hefur fólk betra tækifæri til að uppfylla hið ofureinfalda lögmál góðrar fjárfestingarstefnu: "Að kaupa þegar verðið er lágt en selja þegar það er hátt." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Verð á hlutabréfum á Íslandi hefur rokið upp á síðustu mánuðum. Úrvalsvísitalan, sem mælir verðþróun í fimmtán fyrirtækjum í Kauphöll Íslands, er nú meira en tvöfalt hærri en hún var fyrir ári og ávöxtunin frá áramótum er hátt í níutíu prósent. Greiningardeildir bankanna hafa í auknum mæli haft uppi varúðarorð til þeirra sem fylgjast með markaðinum og í máli þeirra hefur komið fram að ýmislegt í verðlagningu íslenskra fyrirtækja sé ekki hægt að réttlæta með tilliti til raunverulegrar rekstrarstöðu fyrirtækjanna. Þrátt fyrir þetta er engin leið að segja til um hvenær verð á hlutabréfum lækki á ný eða lát verði á hinum ævintýralegu hækkunum. Sagan sýnir okkur hins vegar það að hvergi í heiminum hefur hlutabréfaverð skilað ávöxtun sem er langt umfram hagvöxt og efnahagsframfarir til langs tíma litið. Reynslan sýnir einnig að þegar óraunhæfar væntingar taka sér bólfestu í hugum fjárfesta þá endar það aðeins á einn veg - markaðir leiðrétta sig. Hvort þetta gerist eftir sex mánaða eða þriggja ára uppsveiflu er engin leið að segja til um. Slík leiðrétting þarf ekki nauðsynlega að fela í sér hrun á verðbréfamörkuðum og svo annarri uppsveiflu skömmu síðar. Á mörkuðum hafa liðið áratugir þar sem fjárfestingar í hlutabréfum skila jafnmikilli eða minni ávöxtun heldur en til dæmis skuldabréf eða bankabækur. Síðustu ár og áratugir, með sínum fjölmörgu tækifærum til ævintýralegrar ávöxtunar og miklum sveiflum á mörkuðum, eru ekki endilega hið eðlilega ástand á mörkuðum. Greiningardeildir og verðbréfamiðlarar segja að enn sem komið sé hafi almenningur ekki steypt sér inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn af sama krafti og var í lok síðasta áratugar. Þá var varla nokkur maður með mönnum nema hann væri með símanúmer hjá verðbréfamiðlara í hraðvalinu og ætti vel dreifða eign í nokkrum fyrirtækjum á gráa markaðinum; til dæmis Íslandssíma, Oz og Skynet Telematics. Fæstir einstaklingar komust óskaddaðir frá spákaupmennsku í síðustu uppsveiflu og vafalaust hefur sú reynsla orðið til þess að almenningur hefur á síðustu árum látið það vera að taka þátt í kapphlaupinu. Hins vegar klæjar eflaust marga í fjárfestingarfingurna nú þegar þeir hafa fylgst með ótrúlegum hækkunum á markaði á síðsasta ári og velta fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að freista gæfunnar á ný. Vera má að enn leynist tækifæri á markaðinum en þeim fer fækkandi. Það væri slæmt fyrir þróun íslensks fjármálamarkaðar ef almenningur ofmetur á ný ávöxtunarmöguleika á hlutabréfamarkaði og kemur laskaður út úr fjárfestingum á markaði. Það er mikilvægt að almenningur sé þátttakandi á hlutabréfamarkaði og myndi sér eðlilegar væntingar um ávöxtun. Þátttaka í hlutabréfaviðskiptum getur verið arðsöm iðja fyrir þá sem eru skynsamir, þolinmóðir og heppnir. Þeir sem sjá hlutabréfamarkaðinn sem tækifæri til skjótfengins gróða enda hins vegar gjarnan í sömu sporum og þeir sem halda að þeir geti haft lífsviðurværi af spilakössum. Til þess að lenda hins vegar ekki vitlausu megin við uppsveiflurnar þarf að fylgjast með mörkuðum, ekki bara þegar vel gengur heldur einnig þegar verr gengur, og vera tilbúinn að fjárfesta í hlutabréfum þegar trú á þeim er almennt lítið. Þannig hefur fólk betra tækifæri til að uppfylla hið ofureinfalda lögmál góðrar fjárfestingarstefnu: "Að kaupa þegar verðið er lágt en selja þegar það er hátt."
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun