Eldhúsið mitt er með sál 14. október 2004 00:01 "Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona. "Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma." Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið." Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur." Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. "Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maðurinn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í staðinn. Annars er hann duglegur að vaska upp." Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið bagalegt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. "Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi." Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru. Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira
"Eldhúsið mitt er eldgamalt og með mikla sál. Það er á dagskránni að taka það í gegn en ég hef ekki lagt í það því það er svo fínt eins og það er," segir Lára Sveinsdóttir leikkona. "Þar er kaffivélin mín og hrærivélin sem við fengum í brúðargjöf í sumar og hefur bjargað okkur þegar gesti ber að garði. Við reynum stundum að baka brauð og þá er voða gott að hnoða deigið í hrærivélinni því það sparar tíma." Lára viðurkennir að sér hafi brugðið þegar hún kom fyrst inn í eldhúsið." Dúkurinn á veggnum er eldgamall, gulur og skræpóttur og mér brá svolítið þegar ég sá hann fyrst en nú myndi ég aldrei tíma að taka hann niður því hann er svo sérstakur." Það er önnur ástæða til þess að Láru liggur ekki á að láta breyta eldhúsinu. "Ég er ekki mjög há í loftinu og því er hæðin á borðunum alveg passleg fyrir mig. Maðurinn minn er frekar stór og borðin eru of lág fyrir hann en hann þarf þá bara minna að gera í eldhúsinu í staðinn. Annars er hann duglegur að vaska upp." Partí enda oft inni í eldhúsi sem er reyndar svolítið bagalegt því svefnherbergi nágrannans er beint fyrir neðan. "Við reynum að draga partíin aftur inn í stofu en þetta er toppeldhús til að fá vinkonurnar í kaffi." Lára er að leika í Úlfhamssögu sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt síðastliðinn sunnudag og frumsýningarpartíið endaði að sjálfsögðu í eldhúsinu hjá Láru.
Hús og heimili Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Fleiri fréttir Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Sjá meira