Miðinn á 29.900 krónur 13. október 2004 00:01 Farið verður að selja dýrustu aðgöngumiða á tónleika hérlendis til þessa á föstudaginn þegar forsala hefst á tónleika tenórsins José Carreras sem haldnir verða í Háskólabíói 5. mars. Miðar á dýrasta stað eiga að kosta 29.900 krónur stykkið sem er fimm þúsund krónum dýrara en á tónleika Carreras í Laugardalshöllinni árið 2001. Þrátt fyrir hæsta miðaverð í Íslandssögunni fram að því var húsfyllir, eða 2,900 manns, en nú komast aðeins 900 manns á tónleikana. Carreras er fæddur árið 1946 og byrjaði mjög ungur að syngja. Hann náði fljótt ótrúlegum árangri en árið 1987 greindist hann með hvítblæði og var um tíma vart hugað líf. Á meðan á meðferðinni við því stóð varð til hugmyndin um tenórana þrjá - Carreras, Placido Domingo og Luciano Pavarotti - en þeir höfðu áður barist um toppsæti tenóralistans. Skemmst er frá því að segja að þeir slógu í gegn og náði hylli þeirra langt út fyrir raðir óperuunnenda, enda er talið að þetta framtak þeirra sé langáhrifaríkasta auglýsing sem óperuheimurinn hefur fengið í áratugi. Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Farið verður að selja dýrustu aðgöngumiða á tónleika hérlendis til þessa á föstudaginn þegar forsala hefst á tónleika tenórsins José Carreras sem haldnir verða í Háskólabíói 5. mars. Miðar á dýrasta stað eiga að kosta 29.900 krónur stykkið sem er fimm þúsund krónum dýrara en á tónleika Carreras í Laugardalshöllinni árið 2001. Þrátt fyrir hæsta miðaverð í Íslandssögunni fram að því var húsfyllir, eða 2,900 manns, en nú komast aðeins 900 manns á tónleikana. Carreras er fæddur árið 1946 og byrjaði mjög ungur að syngja. Hann náði fljótt ótrúlegum árangri en árið 1987 greindist hann með hvítblæði og var um tíma vart hugað líf. Á meðan á meðferðinni við því stóð varð til hugmyndin um tenórana þrjá - Carreras, Placido Domingo og Luciano Pavarotti - en þeir höfðu áður barist um toppsæti tenóralistans. Skemmst er frá því að segja að þeir slógu í gegn og náði hylli þeirra langt út fyrir raðir óperuunnenda, enda er talið að þetta framtak þeirra sé langáhrifaríkasta auglýsing sem óperuheimurinn hefur fengið í áratugi.
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira