"Feiti maðurinn" 12. október 2004 00:01 Lengi vel var talað um "feita manninn" sem táknrænan fyrir þá sem njóta velmegunar. "Feiti maðurinn" átti alla peningana. Vegna þeirra allsnægta gat hann leyft sér að borða framandi vörur eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, feitar steikur og annað sem fátæka fólkið hafði ekki efni á. "Feiti maðurinn" var öfundaður. En það hefur breyst. Offita er orðin að gífurlegu heilbrigðisvandamáli. Ég dvaldi sumarlangt hjá Yogi Hari, indverskum manni sem ólst upp í Afríku. Hann var fátækur á sínum yngri árum. Fjölskylda hans borðaði mikið af ávextum og grænmeti. Eini sykurinn sem þau gátu nálgast var hrásykur. Hvíti sykurinn sem hafði verið unnin á Englandi var of dýr. Hér á Íslandi borðaði fátæka fólkið oftar fisk og rótargrænmeti. Lítið var um brauð og sykur. Í dag er þetta að breytast. Þeir sem njóta velmegunar á fjárhagslega sviðinu hugsa orðið meira um heilsuna. Ekki er lengur hægt að sigta út ríka fólkið eftir holdafarinu. Þeir efnameiri greiða nú dýrum dómi fyrir hrásykur og annað það sem þótti varla hæfa fátæklingum á síðustu öld. Vegna offramleiðslu á hvítum sykri og hvítu hveiti er sú vara nú orðin mjög ódýr. Í ljósi þeirra samfélagsbreytinga má ætla að hugtakið "feiti maðurinn" fái nýja merkingu á 21. öldinni og verði tengdara þeim efnaminni en áður. Heilsa Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Lengi vel var talað um "feita manninn" sem táknrænan fyrir þá sem njóta velmegunar. "Feiti maðurinn" átti alla peningana. Vegna þeirra allsnægta gat hann leyft sér að borða framandi vörur eins og hvítan sykur, hvítt hveiti, feitar steikur og annað sem fátæka fólkið hafði ekki efni á. "Feiti maðurinn" var öfundaður. En það hefur breyst. Offita er orðin að gífurlegu heilbrigðisvandamáli. Ég dvaldi sumarlangt hjá Yogi Hari, indverskum manni sem ólst upp í Afríku. Hann var fátækur á sínum yngri árum. Fjölskylda hans borðaði mikið af ávextum og grænmeti. Eini sykurinn sem þau gátu nálgast var hrásykur. Hvíti sykurinn sem hafði verið unnin á Englandi var of dýr. Hér á Íslandi borðaði fátæka fólkið oftar fisk og rótargrænmeti. Lítið var um brauð og sykur. Í dag er þetta að breytast. Þeir sem njóta velmegunar á fjárhagslega sviðinu hugsa orðið meira um heilsuna. Ekki er lengur hægt að sigta út ríka fólkið eftir holdafarinu. Þeir efnameiri greiða nú dýrum dómi fyrir hrásykur og annað það sem þótti varla hæfa fátæklingum á síðustu öld. Vegna offramleiðslu á hvítum sykri og hvítu hveiti er sú vara nú orðin mjög ódýr. Í ljósi þeirra samfélagsbreytinga má ætla að hugtakið "feiti maðurinn" fái nýja merkingu á 21. öldinni og verði tengdara þeim efnaminni en áður.
Heilsa Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira