Eldað ofan í skólakrakka 12. október 2004 00:01 Stefna skólayfirvalda í Reykjavík er að komið verði upp fullkomnu mötuneyti í öllum skólum og eldað á staðnum. "Þetta er að okkar mati besta aðferðin þótt hún sé vissulega ekki sú ódýrasta, en sveitarfélögin hafa líka farið aðrar leiðir sem hafa reynst ágætlega. Þar er til dæmis um að ræða svokölluð móttökueldhús þar sem verktaki úti í bæ eldar matinn og kemur með hann á staðinn, foreldaðan og þá er hann fulleldaður í móttökueldhúsi, eða aðsendur fulleldaður matur sem er haldið heitum í flutningi og í móttökueldhúsi. Þegar við skoðum þessa þrjá kosti og þann fjórða að auki sem eru einstaklingsskammtar tilbúnir á bökkum, kemur í ljós að eldhús á staðnum er öruggasti kosturinn. Þá gefum við okkur þær forsendur að eldhúsið sé gott, öll tæki í lagi og starfsfólkið vel þjálfað," segir Grímur Ólafsson matvælafræðingur sem hélt á dögunum fyrirlestur ásamt Hólmfríði Þorgeirsdóttur matvælafræðingi á vegum matvælasviðs Umhverfisstofnunar um samsetningu og öryggi skólamáltíða. Hólmfríður segir vissulega misjafnt eftir skólum hvernig staðið sé að málum. "Það jákvæða er að mikið er verið að vinna í þessum málum og sveitarfélögin hér á Suðvesturhorninu eru mikið að vanda sig. Það er samt ekki nóg að bjóða upp á heitan mat heldur verður að tryggja að maturinn sé hollur og góður og falli börnunum í geð," segir Hólmfríður. Á síðasta ári sendi Lýðheilsustofnun frá sér handbók fyrir skólamötuneyti til leiðbeiningar um vel samsettar og hollar máltíðir. "Við munum fylgja því eftir hvernig handbókin nýtist og hvað skólunum finnst um hana. Þá þarf líka að fylgjast með hvernig krökkunum líkar maturinn. Heitur matur í skólum er mjög mikilvæg forvarnaraðgerð gegn offitu og sælgætisneyslu fyrir utan að bæta skólastarfið og starfsgetu nemenda. Því er full ástæða til að fylgja þessum málum vel eftir," segir Hólmfríður. Í könnun sem var gerð vorið 2002 kom í ljós að 68% skóla á landinu buðu einhverntíma vikunnar upp á heitan mat, þar af 44% alla daga. Þá voru fleiri landsbyggðarskólar með heitan mat en nú hefur hlutfallið breyst og nú bjóða langflestir skólar á höfuðborgarsvæðinu heitan mat í hádeginu. Heilsa Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Stefna skólayfirvalda í Reykjavík er að komið verði upp fullkomnu mötuneyti í öllum skólum og eldað á staðnum. "Þetta er að okkar mati besta aðferðin þótt hún sé vissulega ekki sú ódýrasta, en sveitarfélögin hafa líka farið aðrar leiðir sem hafa reynst ágætlega. Þar er til dæmis um að ræða svokölluð móttökueldhús þar sem verktaki úti í bæ eldar matinn og kemur með hann á staðinn, foreldaðan og þá er hann fulleldaður í móttökueldhúsi, eða aðsendur fulleldaður matur sem er haldið heitum í flutningi og í móttökueldhúsi. Þegar við skoðum þessa þrjá kosti og þann fjórða að auki sem eru einstaklingsskammtar tilbúnir á bökkum, kemur í ljós að eldhús á staðnum er öruggasti kosturinn. Þá gefum við okkur þær forsendur að eldhúsið sé gott, öll tæki í lagi og starfsfólkið vel þjálfað," segir Grímur Ólafsson matvælafræðingur sem hélt á dögunum fyrirlestur ásamt Hólmfríði Þorgeirsdóttur matvælafræðingi á vegum matvælasviðs Umhverfisstofnunar um samsetningu og öryggi skólamáltíða. Hólmfríður segir vissulega misjafnt eftir skólum hvernig staðið sé að málum. "Það jákvæða er að mikið er verið að vinna í þessum málum og sveitarfélögin hér á Suðvesturhorninu eru mikið að vanda sig. Það er samt ekki nóg að bjóða upp á heitan mat heldur verður að tryggja að maturinn sé hollur og góður og falli börnunum í geð," segir Hólmfríður. Á síðasta ári sendi Lýðheilsustofnun frá sér handbók fyrir skólamötuneyti til leiðbeiningar um vel samsettar og hollar máltíðir. "Við munum fylgja því eftir hvernig handbókin nýtist og hvað skólunum finnst um hana. Þá þarf líka að fylgjast með hvernig krökkunum líkar maturinn. Heitur matur í skólum er mjög mikilvæg forvarnaraðgerð gegn offitu og sælgætisneyslu fyrir utan að bæta skólastarfið og starfsgetu nemenda. Því er full ástæða til að fylgja þessum málum vel eftir," segir Hólmfríður. Í könnun sem var gerð vorið 2002 kom í ljós að 68% skóla á landinu buðu einhverntíma vikunnar upp á heitan mat, þar af 44% alla daga. Þá voru fleiri landsbyggðarskólar með heitan mat en nú hefur hlutfallið breyst og nú bjóða langflestir skólar á höfuðborgarsvæðinu heitan mat í hádeginu.
Heilsa Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira