Hr. Ibrahim og blóm Kóransins Egill Helgason skrifar 10. október 2004 00:01 Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Eric-Emmanuel Schmitt: Hr. Ibrahim og blóm Kóransins. Bjartur 2004. Í tísku eru litlar snotrar bækur sem láta eins og þær hafi að geyma mikla lífsvisku. Í hug kemur hinn ofurvinsæli Alkemisti eftir Coelho. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins má örugglega setja í þessa deild - þetta er saga sem er einföld í stíl og framsetningu, en hún hefur að geyma ýmsar laglegar vangaveltur um umburðarlyndi, náungakærleik og tilgang jarðvistarinar. Bókinn er stutt og auðveld aflestrar, fjallar um indæl samskipti ráðvillts gyðingadrengs og smákaupmans sem er arabi. Maður kemst í gegnum hana á innan við klukkutíma - og hún skilur eftir notalega kennd fyrir svefninn. Annars hefur þessi bók nýlega verið kvikmynduð með gamla hjartaknúsarann Omar Sharif í aðalhlutverki - augu hans væntanlega rök sem aldrei fyrr. En hann er ábyggilega geðfelldur Hr. Ibrahim. Eric-Emmanuel Schmitt er franskur höfundur, skrifaði meðal annars leikritið vinsæla Abel Snorko býr einn sem Arnar Jónsson túlkaði svo ógleymanlega. Hr. Ibrahim og blóm Kóransins er þriðja bókin í þríleik sem á að fjalla um hlutverk trúarbragðanna í mannlegu samfélagi. Hinar bækurnar eru Óskar og bleikklædda konan og Milarepa. Þýðing Guðrúnar Vilmundardóttur er fín.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira