Nova - Draugaskip á vinnumarkaði 8. október 2004 00:01 Öllum sem fylgdust með umræðum þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar stjórnarmanns í LÍÚ og Ástráðar Haraldssonar lögmanns Sjómannasambandsins í Kastljósi sjónvarps í fyrrakvöld um Sólbaksmálið á Akureyri, má vera ljóst að samningafundir um kjör sjómanna eru háhitasvæði. Þar eru stuttir kveikjuþræðir og lítið fer fyrir samninga- og sáttakurri. Langvarandi getuleysi forustumanna þessara hagsmunaaðila og endurtekin inngrip stjórnvalda í kjaradeilur þeirra eru nú að komast í slíkt óefni að sjálfur grundvöllur vinnumarkaðskerfisins eins og það hefur þróast er við það að springa. Þetta kristallast í Sólbaksdeilu. Gallinn er sá að enginn getur verið viss um að útkoman úr þeirri sprengingu verði nokkru skárri en það kerfi sem fyrir er – raunar er líklegt að hún verði talsvert mikið verri. Ábyrgð forustumanna þessara samtaka er því mikil og gildir það bæði um sjómenn og útvegsmenn, en alveg sérstaklega um forsvarsmenn Brims, sem nú hafa verið að tengja sprengjuþræði inn í kerfið - í tilraunaskyni. Í grunninn snýst Sólbaksdeilan og átökin um löndunina í fyrradag um þann hluta vinnulöggjafarinnar sem kveður á um að verkalýðsfélag á tilteknu svæði fari með gerð kjarasamninga og það semji um lágmarkstaxta. Sá taxti skal gilda fyrir vinnu jafnt félagsmanna sem þeirra sem utan félaga standa. Hins vegar er mönnum fullkomlega heimilt að semja um betri kjör í vinnustaðasamningum – en ekki verri. Í öðru lagi snýst þessi deila um aðild að verkalýðsfélögum. Hún snýst um rétt sjómanna til að vera utan við sjómannafélögin og rétt sjómanna sem ráðnir eru á Sólbak til að vera í félagi. (Raunar snýst hún líka um hvort útgerðarmenn eru í sérstöku félagi eða í heildarsamflotinu). Í þriðja lagi snýst þessi deila um baráttuaðferðir. Hún snýst um hlutverk lögreglu, bæjaryfirvalda og sýslumanns í vinnudeilu, og það hvort og hvernig verkalýðsfélag, sem telur á sér brotið, getur gætt hagsmuna sinna og reynt að tryggja framgang síns málstaðar. Vettvangur og leiksvið deilunnar er síðan eins og klippt út úr íslenskri verkalýðssögu – bryggjan og uppskipunin. Grundvallaratriði málsins er túlkun á því hvort hinn nýi Sólbakssamningur brýtur með einhverjum hætti gegn ákvæðum um lágmarkskjör sem stéttafélögin hafa gert.Sú túlkun mun eflaust á endanum fara fyrir félagsdóm. Fyrir 74 árum síðan, veturinn 1932, varð um margt svipuð deila á Torfunefsbryggjunni á Akureyri, aðeins nokkur hundruð metrum sunnar en deila sjómannafélaganna og Brims fór fram í fyrradag. Fróðlegt er að rifja upp þá sögu. Að kröfu Verkamannafélags Akureyrar hafði bæjarstjórnin fallist á að stofna til atvinnubótaátaks við smíði á 30 þúsund síldartunnum. Sá böggull fylgdi skammrifi að bæjarstjórnin var ekki tilbúin til að borga fyrir tunnurnar fyrr en þær seldust, sem Verkamannafélaginu þótti óásættanlegt. Eftir nokkuð stapp bauðst bæjarstjórnin til að borga 70 aura fyrir hverja tunnu en alls ekki meira. Þessu mótmælti Verkalýðsfélagið enda var þetta undir lágmarksviðmiði um launakjör sem félagið hafði almenna samninga um – ekki ósvipað þeim rökum sem uppi eru í dag. Verkamannafélagið hafnaði því þó alfarið að vinnan yrði unnin undir þessum formerkjum, sem mörgum þurfandi verkamanni þótti blóðugt. Enda kom að því að margir sögðu sig úr Verkamannafélaginu og á útmánuðum var stofnað nýtt félag með 80-90 manns, Verkalýðsfélag Akureyrar. Smíðaefnið í síldartunnurnar kom til Akureyrar í mars 1932 með skipi Bergenska skipafélagsins, Novu. En þá höfðu verkalýðsfélögin fjölmennt á staðinn, verkamannafélagið sem vildi hindra uppskipun og svo félagar úr Verkalýðsfélaginu sem ráðnir höfðu verið til vinnu. Verkamannafélagsmönnum tókst að hindra uppskipun, jafnvel þótt bæjarfógeti hafi sjálfur komið á staðinn með flokk manna og skipað verkfallsmönnum að hafa sig á brott. Eftir talsverðar ryskingar varð fógeti og hans lið að hverfa frá en Nova sigldi burt og landaði varning á öðrum höfnum. Skipið kom þó til Akureyrar aftur, eftir að búið var að semja við verkfallsmenn um framkvæmd tunnusmíðinnar. Fól sú framkvæmd í sér um 20% hærra kaup en boðið hafði verið, þannig að segja má að Verkamannafélagið hafi til einhvers barist. Mannsaldur skilur á milli Sólbaksdeilunnar og Novudeilunnar. Þó er í báðum tilfellum tekist á um samninga um lágmarkskjör stéttarfélaga, stéttarfélagsaðild, og hlutverk lögreglunnar þegar skerst í odda. Og það slær enn í brýnu milli fylkinga á kæjanum - við uppskipun við Pollinn á Akureyri. Jafnvel þó flestir þeir sem tóku þátt í Novuslagnum séu nú gengnir, er ástæðulaust fyrir forustumenn sjómanna og útgerðarmanna - ekki síst hjá Brimi - að láta eins og sagan byrji alltaf upp á nýtt með hverri nýrri kynslóð. "Groundhog day" heilkennið er ekki eftirsóknarvert í samskiptum á vinnumarkaði, né heldur að Nova sigli eins og draugaskip áratugum saman á íslenskum vinnumarkaði. Deiluaðilar verða einfaldlega að hætta að hrópa og byrja að tala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun
Öllum sem fylgdust með umræðum þeirra Þorsteins Más Baldvinssonar stjórnarmanns í LÍÚ og Ástráðar Haraldssonar lögmanns Sjómannasambandsins í Kastljósi sjónvarps í fyrrakvöld um Sólbaksmálið á Akureyri, má vera ljóst að samningafundir um kjör sjómanna eru háhitasvæði. Þar eru stuttir kveikjuþræðir og lítið fer fyrir samninga- og sáttakurri. Langvarandi getuleysi forustumanna þessara hagsmunaaðila og endurtekin inngrip stjórnvalda í kjaradeilur þeirra eru nú að komast í slíkt óefni að sjálfur grundvöllur vinnumarkaðskerfisins eins og það hefur þróast er við það að springa. Þetta kristallast í Sólbaksdeilu. Gallinn er sá að enginn getur verið viss um að útkoman úr þeirri sprengingu verði nokkru skárri en það kerfi sem fyrir er – raunar er líklegt að hún verði talsvert mikið verri. Ábyrgð forustumanna þessara samtaka er því mikil og gildir það bæði um sjómenn og útvegsmenn, en alveg sérstaklega um forsvarsmenn Brims, sem nú hafa verið að tengja sprengjuþræði inn í kerfið - í tilraunaskyni. Í grunninn snýst Sólbaksdeilan og átökin um löndunina í fyrradag um þann hluta vinnulöggjafarinnar sem kveður á um að verkalýðsfélag á tilteknu svæði fari með gerð kjarasamninga og það semji um lágmarkstaxta. Sá taxti skal gilda fyrir vinnu jafnt félagsmanna sem þeirra sem utan félaga standa. Hins vegar er mönnum fullkomlega heimilt að semja um betri kjör í vinnustaðasamningum – en ekki verri. Í öðru lagi snýst þessi deila um aðild að verkalýðsfélögum. Hún snýst um rétt sjómanna til að vera utan við sjómannafélögin og rétt sjómanna sem ráðnir eru á Sólbak til að vera í félagi. (Raunar snýst hún líka um hvort útgerðarmenn eru í sérstöku félagi eða í heildarsamflotinu). Í þriðja lagi snýst þessi deila um baráttuaðferðir. Hún snýst um hlutverk lögreglu, bæjaryfirvalda og sýslumanns í vinnudeilu, og það hvort og hvernig verkalýðsfélag, sem telur á sér brotið, getur gætt hagsmuna sinna og reynt að tryggja framgang síns málstaðar. Vettvangur og leiksvið deilunnar er síðan eins og klippt út úr íslenskri verkalýðssögu – bryggjan og uppskipunin. Grundvallaratriði málsins er túlkun á því hvort hinn nýi Sólbakssamningur brýtur með einhverjum hætti gegn ákvæðum um lágmarkskjör sem stéttafélögin hafa gert.Sú túlkun mun eflaust á endanum fara fyrir félagsdóm. Fyrir 74 árum síðan, veturinn 1932, varð um margt svipuð deila á Torfunefsbryggjunni á Akureyri, aðeins nokkur hundruð metrum sunnar en deila sjómannafélaganna og Brims fór fram í fyrradag. Fróðlegt er að rifja upp þá sögu. Að kröfu Verkamannafélags Akureyrar hafði bæjarstjórnin fallist á að stofna til atvinnubótaátaks við smíði á 30 þúsund síldartunnum. Sá böggull fylgdi skammrifi að bæjarstjórnin var ekki tilbúin til að borga fyrir tunnurnar fyrr en þær seldust, sem Verkamannafélaginu þótti óásættanlegt. Eftir nokkuð stapp bauðst bæjarstjórnin til að borga 70 aura fyrir hverja tunnu en alls ekki meira. Þessu mótmælti Verkalýðsfélagið enda var þetta undir lágmarksviðmiði um launakjör sem félagið hafði almenna samninga um – ekki ósvipað þeim rökum sem uppi eru í dag. Verkamannafélagið hafnaði því þó alfarið að vinnan yrði unnin undir þessum formerkjum, sem mörgum þurfandi verkamanni þótti blóðugt. Enda kom að því að margir sögðu sig úr Verkamannafélaginu og á útmánuðum var stofnað nýtt félag með 80-90 manns, Verkalýðsfélag Akureyrar. Smíðaefnið í síldartunnurnar kom til Akureyrar í mars 1932 með skipi Bergenska skipafélagsins, Novu. En þá höfðu verkalýðsfélögin fjölmennt á staðinn, verkamannafélagið sem vildi hindra uppskipun og svo félagar úr Verkalýðsfélaginu sem ráðnir höfðu verið til vinnu. Verkamannafélagsmönnum tókst að hindra uppskipun, jafnvel þótt bæjarfógeti hafi sjálfur komið á staðinn með flokk manna og skipað verkfallsmönnum að hafa sig á brott. Eftir talsverðar ryskingar varð fógeti og hans lið að hverfa frá en Nova sigldi burt og landaði varning á öðrum höfnum. Skipið kom þó til Akureyrar aftur, eftir að búið var að semja við verkfallsmenn um framkvæmd tunnusmíðinnar. Fól sú framkvæmd í sér um 20% hærra kaup en boðið hafði verið, þannig að segja má að Verkamannafélagið hafi til einhvers barist. Mannsaldur skilur á milli Sólbaksdeilunnar og Novudeilunnar. Þó er í báðum tilfellum tekist á um samninga um lágmarkskjör stéttarfélaga, stéttarfélagsaðild, og hlutverk lögreglunnar þegar skerst í odda. Og það slær enn í brýnu milli fylkinga á kæjanum - við uppskipun við Pollinn á Akureyri. Jafnvel þó flestir þeir sem tóku þátt í Novuslagnum séu nú gengnir, er ástæðulaust fyrir forustumenn sjómanna og útgerðarmanna - ekki síst hjá Brimi - að láta eins og sagan byrji alltaf upp á nýtt með hverri nýrri kynslóð. "Groundhog day" heilkennið er ekki eftirsóknarvert í samskiptum á vinnumarkaði, né heldur að Nova sigli eins og draugaskip áratugum saman á íslenskum vinnumarkaði. Deiluaðilar verða einfaldlega að hætta að hrópa og byrja að tala.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun