Alltaf viðbúinn krísuástandi. 13. október 2005 14:44 Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur. Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur.
Hús og heimili Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira