Kokkalandsliðið eldar ólympíumat 23. september 2004 00:01 Kokkalandsliðið okkar æfir sig nú fyrir ólympíuleika í matreiðslu. Humar, lax, lambahryggvöðvi og önnur eðalhráefni verða að veisluföngum sem dómnefndin á ugglaust eftir að falla fyrir. Liðið hélt sína fyrstu alvöruæfingu nýlega og tvær aðrar eru fyrirhugaðar áður en haldið verður til Erfurt í Þýskalandi en þar verður keppnin haldin í næsta mánuði. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður í Grillinu, er einn ólympíufara. Hann lýsti keppninni lítillega. "Við þurfum að elda fyrir 110 manns á fimm tímum og verðum að geta gert það nánast blindandi. Megum samt vera búnir að undirbúa okkur dálítið. Flokkarnir eru tveir. Annars vegar er heitur matur fyrir 110 manns sem skiptist í forrétti, aðalrétti og eftirrétti og hinsvegar kalt borð sem er skipt í pinnamat, forrétti, aðalrétti, eftirrétti og desertskraut. Við munum stilla kalda borðinu upp í Smáralind þann 2. október og sú sýning verður opin almenningi. Við þurfum að skila því klukkan 8 að morgni og verðum þá búnir að vinna stanslaust við það í sólarhring þannig að pressan er sú sama og verður úti." Uppskrift að forrétti landsliðsins er birt á síðu 3. Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kokkalandsliðið okkar æfir sig nú fyrir ólympíuleika í matreiðslu. Humar, lax, lambahryggvöðvi og önnur eðalhráefni verða að veisluföngum sem dómnefndin á ugglaust eftir að falla fyrir. Liðið hélt sína fyrstu alvöruæfingu nýlega og tvær aðrar eru fyrirhugaðar áður en haldið verður til Erfurt í Þýskalandi en þar verður keppnin haldin í næsta mánuði. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfirmatreiðslumaður í Grillinu, er einn ólympíufara. Hann lýsti keppninni lítillega. "Við þurfum að elda fyrir 110 manns á fimm tímum og verðum að geta gert það nánast blindandi. Megum samt vera búnir að undirbúa okkur dálítið. Flokkarnir eru tveir. Annars vegar er heitur matur fyrir 110 manns sem skiptist í forrétti, aðalrétti og eftirrétti og hinsvegar kalt borð sem er skipt í pinnamat, forrétti, aðalrétti, eftirrétti og desertskraut. Við munum stilla kalda borðinu upp í Smáralind þann 2. október og sú sýning verður opin almenningi. Við þurfum að skila því klukkan 8 að morgni og verðum þá búnir að vinna stanslaust við það í sólarhring þannig að pressan er sú sama og verður úti." Uppskrift að forrétti landsliðsins er birt á síðu 3.
Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira