Segir starfsemina hættulega 20. september 2004 00:01 Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu. Heilsa Innlent Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni. Í fréttatímanum í gær voru Kane-hjónin heimsótt en þau kenna fólki að byggja upp orku í sjálfu sér. Námskeiðið kostar 20.000 krónur en hjónin selja einnig einkatíma á 6.000 krónur. Þá selja þau nokkurs konar orkuegg sem á að koma í veg fyrir orkutap, hvar sem menn eru staddir á hnettinum. Ef fólk á erfitt með að taka ákvarðanir í lífinu getur það hringt í hjónin og borið fram spurningu gegn 2.000 króna gjaldi. Tvær spurningar fást fyrir 3.000 krónur. Landlæknir segir starfsemina hættulega fjárplógsstarfsemi og hefur borist kvartanir vegna hennar. Eru þær frá áhyggjufullum ættingjum nemenda hjónanna sem kvarta undan miklum kostnaði við námskeiðin og að þarna sé verið að hafa fólk að fífli. Að sögn landlæknis hefur fólk jafnvel verið hvatt til að skilja við sína nánustu af Kane-hjónunum og hverfa til „hirðar“ þeirra. Hann segir loforðin ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum, hvorki líffræðilega ná sálfræðilega. Ekki er hægt að banna starfsemi sem þessa en landlæknir varar þó sterklega við hættunni sem af þessu getur stafað og óskar eftir því að ná tali af fólkinu.
Heilsa Innlent Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira