Hvers virði er heilsan? 20. september 2004 00:01 Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eiginleika? Ég er sammála. Það er ekki hægt að verðleggja heilsu. Hins vegar verður að segjast eins og er að ansi margir eru búnir að setja verðmiða á sína heilsu. Þeir sem skipta út heilsu sinni fyrir peninga með vinnu eru sífellt yfirkeyrðir vegna þess að þeir taka að sér of mörg verkefni og „hafa ekki tíma" til að hreyfa sig eða sinna heilsunni. Þeir eru á sinn hátt búnir að verðleggja heilsu sína. Kaldhæðnin felst í því að þegar auðnum hefur verið safnað og heilsunni fer að hraka er engu til sparað þegar reynt er að öðlast heilsuna á ný. Peningar verða oft hjákátlegir í samanburði við heilsubrestinn. Heilsan er mesti veraldlegi auðurinn. Án hennar getum við ekkert gert. Hvað hefur þú varið miklum tíma í að efla heilsuna í dag og verja þann ómetanlega auð sem í henni felst? Eins og vitur maður sagði eitt sinn: Sá sem hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur ekki heilsu fyrir tímann á morgun. Ekki selja heilsuna fyrir launatékka einu sinni í mánuði. Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eiginleika? Ég er sammála. Það er ekki hægt að verðleggja heilsu. Hins vegar verður að segjast eins og er að ansi margir eru búnir að setja verðmiða á sína heilsu. Þeir sem skipta út heilsu sinni fyrir peninga með vinnu eru sífellt yfirkeyrðir vegna þess að þeir taka að sér of mörg verkefni og „hafa ekki tíma" til að hreyfa sig eða sinna heilsunni. Þeir eru á sinn hátt búnir að verðleggja heilsu sína. Kaldhæðnin felst í því að þegar auðnum hefur verið safnað og heilsunni fer að hraka er engu til sparað þegar reynt er að öðlast heilsuna á ný. Peningar verða oft hjákátlegir í samanburði við heilsubrestinn. Heilsan er mesti veraldlegi auðurinn. Án hennar getum við ekkert gert. Hvað hefur þú varið miklum tíma í að efla heilsuna í dag og verja þann ómetanlega auð sem í henni felst? Eins og vitur maður sagði eitt sinn: Sá sem hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag hefur ekki heilsu fyrir tímann á morgun. Ekki selja heilsuna fyrir launatékka einu sinni í mánuði.
Heilsa Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira