Menning

Hreyfing er hjartanu holl

Frá 1980 hefur dregið mjög úr kransæðasjúkdómum á Íslandi og á aukin hreyfing fólks utan vinnu sinn þátt í því. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi frá Hjartavernd sem nefnist Hreyfðu þig fyrir hjartað. Þar kemur fram að íslenskum konum í aldurshópnum 40-60 ára sem stunda hreyfingu utan vinnu hefur fjölgað um 36% á síðustu þrjátíu árum, úr 4% í 40% og meðal karla er aukningin 28%. Fyrir þrjátíu árum voru 8% karla sem stunduðu hreyfingu en nú eru þeir 34%. Í bæklingnum frá Hjartavernd er einnig að finna ábendingar til fólks um að notfæra sér áhættureiknivél sem sérfræðingar Hjartaverndar hafa þróað og er á heimasíðu samtakanna, www.hjarta.is Þar getur hver og einn metið líkur á því að fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum og skoðað hvað hægt er að gera til að draga úr líkum á þeim vágesti. Í lokin má geta þess að alþjóðlegur hjartadagur verður haldinn 26. september í yfir 100 löndum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.