Fá náttúruna inn til sín 20. september 2004 00:01 "Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug. Hús og heimili Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
"Það er kominn tími til að nota liti úr íslenskri náttúru því við eigum svo mikið af fallegum litum," segir Guðlaug Halldórsdóttir textílhönnuður í Má Mí Mó sem hefur hannað nýtt litakort með íslenskum náttúrulitum fyrir Slippfélagið í samstarfi við Valdimar Gunnar Sigurðsson málarameistara. "Við fengum Gullu til samstarfs við okkur þar sem hún hefur sýnt að hún hefur næmt auga fyrir litum og er þess skemmst að minnast að hinn frægi apóteksgrái litur er frá henni," segir Valdimar. Hún segir litina alla vera mjög mjúka og vera frá mildum tónum alveg út í dökka og þeir ættu að ganga vel með þeirri naumhyggju sem hefur verið allsráðandi á heimilum. "Hægt er að hafa einn og einn vegg litaðan og brýtur það dálítið upp útlitið. Fólk getur líkað tekið upp nýbarokkstílinn sem er það nýjasta í tískunni í dag og hreinlega málað alla íbúðina í dökkum litum. Það er náttúrlega rosalega flott og skapar vissa stemningu," segir Guðlaug en tekur fram að þetta hvíta látlausa sé enn inni og skemmtilegt sé að blanda þessum stílum saman. "Við vorum reyndar nokkuð viss um að fólk væri komið með smá leiða á öllu þessu hvíta og vildi fá inn liti. Ekki er það svo verra fyrir nútímamanninn í öllum þessum hraða að fá náttúruna inn til sín í þessum fallegu litum. Huglægt hlýtur það að hafa góð áhrif," segir Guðlaug. Valdimar og Guðlaug mæla með því að fólk fái sér prufur af litunum áður en það tekur til við að mála og prófi sig áfram. "Hver íbúð er einstök og lýsingin hvergi eins. Því þarf hver og einn að finna sinn lit og tón til að skapa persónulega stemningu," segja þau Valdimar og Guðlaug.
Hús og heimili Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira