Avril óvinsæl í heimabænum 10. september 2004 00:01 Kanadíska rokkarastelpan Avril Lavigne hefur eignast óvini í heimabæ sínum Napanee eftir að hafa gagnrýnt smábæinn harkalega í fjölmiðlum. "Það er ekkert að gera í Napanee. Ekkert nema fara á fyllerí. Það er óþolandi hvað allir vita allt um alla þarna og þetta er ömurlegur staður," sagði Avril í viðtali við Americas Blender tímaritið. Bæjarbúar í Napanee tóku ummælunum alvarlega og sáu sig knúna til að svara fyrir sig. "Ég ólst upp í Napanee og veit að það er margt annað hægt að hafa fyrir stafni en að detta í það," sagði bæjarstjórinn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Avril ræðst á Napanee og íbúana þar. Eitt laga hennar fjallar um bæinn þar sem hún segir að hann sé ekkert annað en subbulegt dópbæli. Karlmaður sem hefur elt söngkonuna á röndum hefur loksins verið handtekinn. Hann mætti á heimili foreldra hennar illa til fara og krafðist þess að fá að hitta Avril. Hann hafði áður sent henni margar vínflöskur og ljóð og ferðast hringinn í kringum hnöttinn til að reyna að komast í návígi við hana Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Kanadíska rokkarastelpan Avril Lavigne hefur eignast óvini í heimabæ sínum Napanee eftir að hafa gagnrýnt smábæinn harkalega í fjölmiðlum. "Það er ekkert að gera í Napanee. Ekkert nema fara á fyllerí. Það er óþolandi hvað allir vita allt um alla þarna og þetta er ömurlegur staður," sagði Avril í viðtali við Americas Blender tímaritið. Bæjarbúar í Napanee tóku ummælunum alvarlega og sáu sig knúna til að svara fyrir sig. "Ég ólst upp í Napanee og veit að það er margt annað hægt að hafa fyrir stafni en að detta í það," sagði bæjarstjórinn. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Avril ræðst á Napanee og íbúana þar. Eitt laga hennar fjallar um bæinn þar sem hún segir að hann sé ekkert annað en subbulegt dópbæli. Karlmaður sem hefur elt söngkonuna á röndum hefur loksins verið handtekinn. Hann mætti á heimili foreldra hennar illa til fara og krafðist þess að fá að hitta Avril. Hann hafði áður sent henni margar vínflöskur og ljóð og ferðast hringinn í kringum hnöttinn til að reyna að komast í návígi við hana
Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira