Dottað í drottningarstólnum 8. september 2004 00:01 "Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta. Hús og heimili Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
"Ég á mér uppáhaldsstól sem ég sef í fyrir framan sjónvarpið," segir Sigríður Eyþórsdóttir, kennari og leikstjóri. "Ég held voða mikið upp á hann. Þetta er stóll sem foreldrar mínir áttu og var upphaflega hluti af sófasetti. Stóllinn kom til þeirra í Selvog, sem er næsti bær við Strandarkirkju, fyrir margt löngu og er orðinn talsvert meira en 100 ára. Hann hefur nú fengið upplyftingu síðan, en er ennþá ægilega virðulegur, með vínrauðu flauelsáklæði, snúrum og hvaðeina. Það kemur alltaf mikil værð yfir mig þegar ég sest í þennan stól, ég hreinlega svíf á braut," segir Sigríður hlæjandi. Þó að Sigríður segist vera mikil kertakona og finnist kósí að sitja við kertaljós á haustkvöldum nærist hún á birtunni. "Ég þarf birtu og sæki mikið í hana, en skammdegið er mér ekkert erfitt." Sigríður er kennari í Selmennt, sem er framhaldsskóli fyrir fatlaða, en leikstýrir líka leikhópnum Perlunni, sem er leikhópur þroskaskertra. "Þar eru þar miklir og góðir listamenn," segir Sigríður stolt. "Við erum einmitt nýkomin heim frá Bandaríkjunum, þar sem krakkarnir gerðu garðinn frægan. Við sýndum Vor eftir Stein Steinarr í enskri þýðingu Karls Guðmundssonar við tónlist eftir Ágúst Svavarsson. Síðan voru dansarnir eftir Láru Stefánsdóttur sem var með í för. Það er alveg óhætt að segja að við höfum komið, séð og sigrað í stórborginni," segir Sigríður, ánægð með hópinn sinn. Hún segir leiklistina vera sínar ær og kýr, svo og gönguferðir og útivist og að rækta eitthvað í kringum sig, hvort sem það eru nú plöntur eða mannfólkið sjálft. "Ég var byrjuð að leika áður en ég vissi hvað leiklist var og notaði tölurnar hennar mömmu til að setja upp heilu leikritin," segir Sigríður, hallar sér aftur í drottningarstólnum ... og er þegar farin að dotta.
Hús og heimili Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira