Heimanmundur Arndísar 8. september 2004 00:01 Arndís Hrönn Egilsdóttir, leikkona, fékk miklar gersemar í arf. "Langamma mín og langafi voru mjög fínt fólk sem héldu miklar veislur. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum og afi minn tilkynnti mér að langamma hefði sagt honum að ég ætti að fá stellið hennar, Royal Copenhagen Denmark stell fyrir tólf með öllu tilheyrandi. Þarna má finna eggjabikara, tvennskonar sósuskálar og súpututarínur og allt sem mögulega er hægt að hugsa sér að þurfi þegar bjóða skal fólki til matarveislu. Það sem mér finnst skemmtilegast eru einstaklingsöskubakkar sem voru settir við hvern disk, mjög sérstakir í samhengi dagsins í dag. Stellið er með brúnni rós og gylltum bryddingum. Ég kalla þetta heimanmundinn minn þar sem mér finnst þetta gera mig að sérstaklega góðum kvenkosti. "Stellið á sér langa sögu í fjölskyldu Arndísar. "Stellið hlýtur að vera frá því um miðja síðustu öld og er því orðið antík og sjálfsagt löngu hætt að framleiða það. Stellið var alveg heilt þegar ég fékk það og ég mér hefur ekki tekist að brjóta neitt þó ég sé annars mjög dugleg að brjóta hluti. Ég nota það að sjálfsögðu bara til spari og það er orðið svolítið síðan ég hélt veislu með konunglega postulíninu." Og með stellinu eru ekki allir dýrgripir Arndísar upptaldir. "Með stellinu fylgdi að sjálfsögðu silfurborðbúnaður sem þyrfti bráðum að pússa ef einhver hefur gaman af slíku." Arndís sjálf hefur nefnilega engan tíma til þess. Hún er stendur í ströngum æfingum með leikhópnum Sokkabandinu á nýrri fjölskyldutragikómedíu sem frumsýnd verður í Iðnó uppúr miðjum október. Hús og heimili Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Arndís Hrönn Egilsdóttir, leikkona, fékk miklar gersemar í arf. "Langamma mín og langafi voru mjög fínt fólk sem héldu miklar veislur. Þau eru bæði látin fyrir nokkrum árum og afi minn tilkynnti mér að langamma hefði sagt honum að ég ætti að fá stellið hennar, Royal Copenhagen Denmark stell fyrir tólf með öllu tilheyrandi. Þarna má finna eggjabikara, tvennskonar sósuskálar og súpututarínur og allt sem mögulega er hægt að hugsa sér að þurfi þegar bjóða skal fólki til matarveislu. Það sem mér finnst skemmtilegast eru einstaklingsöskubakkar sem voru settir við hvern disk, mjög sérstakir í samhengi dagsins í dag. Stellið er með brúnni rós og gylltum bryddingum. Ég kalla þetta heimanmundinn minn þar sem mér finnst þetta gera mig að sérstaklega góðum kvenkosti. "Stellið á sér langa sögu í fjölskyldu Arndísar. "Stellið hlýtur að vera frá því um miðja síðustu öld og er því orðið antík og sjálfsagt löngu hætt að framleiða það. Stellið var alveg heilt þegar ég fékk það og ég mér hefur ekki tekist að brjóta neitt þó ég sé annars mjög dugleg að brjóta hluti. Ég nota það að sjálfsögðu bara til spari og það er orðið svolítið síðan ég hélt veislu með konunglega postulíninu." Og með stellinu eru ekki allir dýrgripir Arndísar upptaldir. "Með stellinu fylgdi að sjálfsögðu silfurborðbúnaður sem þyrfti bráðum að pússa ef einhver hefur gaman af slíku." Arndís sjálf hefur nefnilega engan tíma til þess. Hún er stendur í ströngum æfingum með leikhópnum Sokkabandinu á nýrri fjölskyldutragikómedíu sem frumsýnd verður í Iðnó uppúr miðjum október.
Hús og heimili Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira