Með sínu lagi 8. september 2004 00:01 Kvikmyndin "The Shape of Things" er sýnd á indí dögum í Háskólabíói þessa dagana. Hér er á ferð dramatísk-svört kómedía af bestu gerð. Myndin hefst á listasafni þar sem taugaveiklaður safnvörður, Adam (Paul Rudd), reynir að stöðva óheflaðan listnema, Evelyn, (Rachel Weisz) í því að taka ljósmyndir af risavaxinni höggmynd. Adam hefur ekki árangur sem erfiði, Evelyn sannfærir hann um að leyfa sér ekki aðeins að taka myndir heldur einnig að nota úðabrúsa til að mála stóreflis getnaðarlim á styttuna, þar sem fíkjulauf fara í taugarnar á henni. Upp úr orðaskiptum þeirra hefst samband milli þessara ólíku persóna. Sambandið er miðpunktur myndarinnar, nokkurs konar vettvangur til að skoða áhrif ástarsambanda á manneskjur, með áherslu á hvernig fólk lagar sig hvort að öðru. Leikstjórinn Neil LaBute (In the Company of Men, Your Friends and Neighbours, Nurse Betty) byggir handrit myndarinnar á samnefndu leikriti eftir sjálfan sig. Handritið er snilldarlega skrifað, stútfullt af húmor, pælingum um samskipti kynjanna og raunar er hvergi dauðan punkt að finna, hvorki í samtölum né framvindu. Leikarar myndarinnar eru þeir sömu og léku verkið upprunalega á sviði. Þessi leikarahópur vinnur þrekvirki enda ekki einfalt að koma til skila hlutverkum sem byggjast alfarið á löngum samtölum en það tekst með afbrigðum vel. Fremst í flokki er Rachel Weisz sem einnig er ein af framleiðendum myndarinnar. Rachel tekst að skapa ógleymanlega persónu með hinni frjálslegu og óhefluðu listakonu Evelyn. Rachel sýnir með þessu hlutverki að hún er ein af fremstu leikkonum sinnar kynslóðar og getur sannarlega leikið fleira en öskurdúkkuna í B-myndunum "The Mummy" og framhaldi hennar, "The Return of the Mummy". Paul Rudd stendur sig líka sérstaklega vel sem óöruggur en sjarmerandi kærasti Weisz. Öll persónusköpun myndarinnar er sérstaklega góð. The Shape of Things er frumleg, fyndin og ögrandi mynd sem skilur mann eftir með spurningar um ástina, listina og lífið yfirleitt. The Shape of Things Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Paul Rudd Einar Árnason Bíó og sjónvarp Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kvikmyndin "The Shape of Things" er sýnd á indí dögum í Háskólabíói þessa dagana. Hér er á ferð dramatísk-svört kómedía af bestu gerð. Myndin hefst á listasafni þar sem taugaveiklaður safnvörður, Adam (Paul Rudd), reynir að stöðva óheflaðan listnema, Evelyn, (Rachel Weisz) í því að taka ljósmyndir af risavaxinni höggmynd. Adam hefur ekki árangur sem erfiði, Evelyn sannfærir hann um að leyfa sér ekki aðeins að taka myndir heldur einnig að nota úðabrúsa til að mála stóreflis getnaðarlim á styttuna, þar sem fíkjulauf fara í taugarnar á henni. Upp úr orðaskiptum þeirra hefst samband milli þessara ólíku persóna. Sambandið er miðpunktur myndarinnar, nokkurs konar vettvangur til að skoða áhrif ástarsambanda á manneskjur, með áherslu á hvernig fólk lagar sig hvort að öðru. Leikstjórinn Neil LaBute (In the Company of Men, Your Friends and Neighbours, Nurse Betty) byggir handrit myndarinnar á samnefndu leikriti eftir sjálfan sig. Handritið er snilldarlega skrifað, stútfullt af húmor, pælingum um samskipti kynjanna og raunar er hvergi dauðan punkt að finna, hvorki í samtölum né framvindu. Leikarar myndarinnar eru þeir sömu og léku verkið upprunalega á sviði. Þessi leikarahópur vinnur þrekvirki enda ekki einfalt að koma til skila hlutverkum sem byggjast alfarið á löngum samtölum en það tekst með afbrigðum vel. Fremst í flokki er Rachel Weisz sem einnig er ein af framleiðendum myndarinnar. Rachel tekst að skapa ógleymanlega persónu með hinni frjálslegu og óhefluðu listakonu Evelyn. Rachel sýnir með þessu hlutverki að hún er ein af fremstu leikkonum sinnar kynslóðar og getur sannarlega leikið fleira en öskurdúkkuna í B-myndunum "The Mummy" og framhaldi hennar, "The Return of the Mummy". Paul Rudd stendur sig líka sérstaklega vel sem óöruggur en sjarmerandi kærasti Weisz. Öll persónusköpun myndarinnar er sérstaklega góð. The Shape of Things er frumleg, fyndin og ögrandi mynd sem skilur mann eftir með spurningar um ástina, listina og lífið yfirleitt. The Shape of Things Leikstjóri: Neil LaBute Aðalhlutverk: Rachel Weisz, Paul Rudd Einar Árnason
Bíó og sjónvarp Mest lesið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Komst í jólaskapið í september Lífið „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið