Lærði af þeim bestu 7. september 2004 00:01 Silja ætlaði heldur aldrei að verða ljósmyndari heldur lét hún sér lengst framan af duga að fylgjast með bróður sínum og föður sem einnig er virtur ljósmyndari. "Ég hafði verið að hanga í stúdíóinu hjá þeim og fylgjast með en það kviknaði ekki neinn mikill áhugi fyrr en ég fór í framhaldsskóla og fór að fikta við þetta sjálf," segir Silja sem aldrei hefur lært ljósmyndum í skóla. "Allt sem ég kann hef ég lært af pabba, Ara og sjálf í vinnunni í New York." Eftir að hún útskrifaðist úr Versló fór hún til New York til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði þar sem fyrirsæta. Heimsóknin dróst þó heldur betur á langinn og undir lokin, eftir tæpt ár í borginni, var Silja farin að starfa sem aðstoðarmaður stjörnuljósmyndarans Davids LaChappelle stúdíói hans í New York. "Ég ákvað að dvelja lengur í New York og fékk vinnu í hip hop-plötubúð hjá japönskum plötusnúð. Þar vann ég í þrjá mánuði. Svo sótti ég um hjá LaChappelle, sendi tölvupóst og fékk vinnu þar. Vinnan fólst aðallega í tölvuvinnslu á myndum hans. En það var samt góð reynsla." Í New York vann hún líka við skipulagningu tískusýninga og myndlistasýninga við góðan orðstír sem verður að teljast nokkuð gott miðað við unga íslenska verslóstúlku sem ætlaði upphaflega bara að heimsækja vinkonu sína. Silja er nú flutt aftur heim og hefur síðan hún kom aftur starfað sem aðstoðarljósmyndari og stílisti í stúdíói feðganna, Photoland á Hverfisgötunni. Hún segist ekki reikna með að setjast á skólabekk í faginu enda búi hún svo vel að vel að læra af þeim bestu. Hún stefnir þó á að fara aftur út og vinna þar við ljósmyndum áður en langt um líður. Við eigum örugglega eftir að sjá verk hennar í fremstu röð áður en langt um líður því Silja þykir þegar, þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítug, með efnilegustu ljósmyndurum landsins. Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Silja ætlaði heldur aldrei að verða ljósmyndari heldur lét hún sér lengst framan af duga að fylgjast með bróður sínum og föður sem einnig er virtur ljósmyndari. "Ég hafði verið að hanga í stúdíóinu hjá þeim og fylgjast með en það kviknaði ekki neinn mikill áhugi fyrr en ég fór í framhaldsskóla og fór að fikta við þetta sjálf," segir Silja sem aldrei hefur lært ljósmyndum í skóla. "Allt sem ég kann hef ég lært af pabba, Ara og sjálf í vinnunni í New York." Eftir að hún útskrifaðist úr Versló fór hún til New York til að heimsækja vinkonu sína sem starfaði þar sem fyrirsæta. Heimsóknin dróst þó heldur betur á langinn og undir lokin, eftir tæpt ár í borginni, var Silja farin að starfa sem aðstoðarmaður stjörnuljósmyndarans Davids LaChappelle stúdíói hans í New York. "Ég ákvað að dvelja lengur í New York og fékk vinnu í hip hop-plötubúð hjá japönskum plötusnúð. Þar vann ég í þrjá mánuði. Svo sótti ég um hjá LaChappelle, sendi tölvupóst og fékk vinnu þar. Vinnan fólst aðallega í tölvuvinnslu á myndum hans. En það var samt góð reynsla." Í New York vann hún líka við skipulagningu tískusýninga og myndlistasýninga við góðan orðstír sem verður að teljast nokkuð gott miðað við unga íslenska verslóstúlku sem ætlaði upphaflega bara að heimsækja vinkonu sína. Silja er nú flutt aftur heim og hefur síðan hún kom aftur starfað sem aðstoðarljósmyndari og stílisti í stúdíói feðganna, Photoland á Hverfisgötunni. Hún segist ekki reikna með að setjast á skólabekk í faginu enda búi hún svo vel að vel að læra af þeim bestu. Hún stefnir þó á að fara aftur út og vinna þar við ljósmyndum áður en langt um líður. Við eigum örugglega eftir að sjá verk hennar í fremstu röð áður en langt um líður því Silja þykir þegar, þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítug, með efnilegustu ljósmyndurum landsins.
Mest lesið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira