Kaðlajóga fyrir alla 7. september 2004 00:01 Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma." Heilsa Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín. "Með þessu kerfi nær maður jafnvægi í líkamann með því að styrkja kviðinn og aftanáliggjandi lærvöðva, rassvöðva og innanlæri. Maður er líka að nálgast kviðvöðvana meira og á allt annan hátt en flestir gera. Það er vegna þess að við erum með þetta frábæra tæki, kaðlajógað, til að hjálpa okkur. Fólk er meðvitað um hvað það er að gera, staðsetur sig í núinu og er þar af leiðandi meðvitað um hverja hreyfingu. Í líkamsræktarstöðinni er fólk oft að gera eitt með líkamanum og annað með huganum og ekki óalgengt að fólk sé að lesa blað eða horfa á sjónvarp meðan það gerir æfingarnar sínar. Þannig næst ekki heildrænn árangur. Kaðlajógað þjálfar allt í senn, huga, líkama og sál." Elín segir að allir geti stundað kaðlajóga, líka þeir sem eru í slæmu formi. "Ég er með nemendur frá níu ára og upp í 83 ára. Það er heilmikil brennsla í þessu, en fólk gerir bara eins og það getur. Það breytist öll melting í líkamanum og þá er sama hvort um er að ræða fæðu eða tilfinningar." Þetta finnst blaðamanni athyglisvert en Elín segir það skipta meira máli fyrir sig hvernig hún borðar en hvað. "Í okkar kerfi snýst þetta um að blessa fæðuna í staðinn fyrir að blóta sér í hvert skipti sem maður borðar eitthvað óhollt, sem gerist auðvitað á bestu bæjum. En það veldur því bara að líkaminn herpist saman og nýtir enn síður næringarefnin sem þó eru í fæðunni." Elín er afrekskona í sundi og tók þátt í Ólympíuleikunum 1996 og 2000. "Ég hef nú ekki fylgst mikið með sundinu núna en ég hef horft á fimleikana, sem eru frábærir. Mér finnst hálf óraunverulegt að ég hafi sjálf verið þarna í tvígang," segir Elín, sem hefur lítið synt undanfarin ár. "En það var auðvitað alveg stórkostleg upplifun á sínum tíma."
Heilsa Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira